Eftirsóttir og einhleypir

Deila

- Auglýsing -

Ísland hefur lengi verið rómað fyrir fegurð og föngulegar konur og höfum við þrisvar landað titli fyrir fegurstu konu heims, Miss World.

 

Íslenskir karlmenn eru þó engir eftirbátar kvenna, þó að þeir hafi ekki fengið erlendan titil fyrir fegurð. Þessir piparsveinar sem eru allir nálægt fertugu eru bæði fríðir og að gera frábæra hluti hver á sínu sviði.

 

Sölvi Tryggvason

Sölvi Tryggvason (40) var áður einn þekktasti sjónvarpsmaður landsins, en venti kvæði sínu í kross. Í upphafi árs gaf hann út bókina Á eigin Skinni, sem fjallar um vegferð Sölva til nýrrar og bættrar heilsu. Bókin seldist vel og í kjölfarið hefur hann haldið fjölda fyrirlestra sem hafa verið vel sóttir. Nýlega gaf hann út bókina Án filters þar sem hann skrifar sögu Björgvins Páls Gústavssonar handboltamanns. Ætla má að sú bók muni einnig slá í gegn.

Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður Smári Gudjohnsen

Eiður Smári Gudjohnsen (41) er landsþekktur fyrir hæfileika sína sem fótboltamaður og sem lýsandi fótboltaleikja. Hann er aðstoðarþjálfari undir 21 árs landsliðs Íslendinga og þykir frábær í sínu starfi. Eiður á fjögur börn og telst þessa dagana einn eftirsóttasti piparsveinn landsins.

Ágúst Bjarnason.

Ágúst Bjarnason

Ágúst Bjarnason (41) kláraði bæði einkaflugnám og viðskiptafræði áður en hann flutti til Los Angeles. Hann er oft kallaður Gústi Hollywood þar sem hann nánast lagði undir sig borgina frægu. Ágúst er mikill adrenalínfíkill sem ferðast um á sportbílum, hestum og vélhjólum. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Upptaka ehf. sem gerir það gott í kvikmyndaframleiðslu og vefsíðugerð hér á landi.

Snorri Björn Sturluson.

Snorri Björn Sturluson

Snorri Björn Sturluson (38) er fyrrverandi tískukóngur og verslunarstjóri í versluninni Zöru. Hann kláraði lögfræði og tók héraðsdómslögmannsréttindi. Hann er einnig löggiltur fasteignasali og starfar í dag sem einn helsti fasteignasali landsins á Domusnova. Snorri er einnig mikill íþróttamaður og lenti í fyrsta sæti á Meistaramóti GKG í golfi í fjórða flokki.

Athygli Séð og Heyrt var vakin á því að einn piparsveinanna sem birtist í helgarblaðinu Mannlíf er ekki einhleypur og því birtist hann ekki hér.
Heimildir Séð og Heyrt reyndust rangar og er hlutaðeigandi beðinn velvirðingar.

- Advertisement -

Athugasemdir