„Ég ákvað reyndar að ég ætlaði að reyna að læra að vera betur í núinu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýtt ár gefur tilefni til að líta yfir liðið ár, hvað var gott, hvað var slæmt og hvað mátti fara betur. Og skipuleggja árið sem er að byrja, setja sér markmið og jafnvel strengja áramótaheit. Séð og heyrt spurði Gretu Salóme um hvað hafi staðið upp úr 2019, hvað 2020 ber í skauti sér og hvort hún setti sér áramótaheiti eða markmið.

 

Greta Salóme tónlistarkona

„Það voru ýmsir toppar 2019 og ég er búin að vera að syngja og spila út um allt á árinu og mikið að túra úti. Ég held samt að það sem stendur upp úr 2019 er að ég setti samband mitt við mína nánustu fjölskyldu í forgang og einbeitti mér virkilega að fólkinu sem er mér mikilvægast,“ segir Gréta um árið 2019.

Hún setti þó engin áramótaheit: „Nei ég er svo hrikalegur markmiðafíkill að það er ekki á það bætandi. Ég er komin með ansi þétt ár fram undan nú þegar og ég ákvað reyndar að ég ætlaði að reyna að læra að vera betur í núinu.“

Markmiðið eru hins vegar mörg: „Já ég er reyndar með ansi mikið af markmiðum fyrir 2020. Ég er búin að spila svo svakalega mikið úti núna síðustu þrjú ár og mun ekki hætta því en markmiðið mitt er að breyta hlutföllunum aðeins fyrir þetta ár og vera á Íslandi svona 70% af árinu.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira