„Ég er búin að vera með 100 bolta á lofti og ætla að halda áfram að henda þeim hátt upp“

Deila

- Auglýsing -

Nýtt ár gefur tilefni til að líta yfir liðið ár, hvað var gott, hvað var slæmt og hvað mátti fara betur. Og skipuleggja árið sem er að byrja, setja sér markmið og jafnvel strengja áramótaheit. Séð og heyrt spurði Evu um hvað hafi staðið upp úr 2019, hvað 2020 ber í skauti sér og hvort hún setti sér áramótaheiti eða markmið.

 

Eva Ruza Miljevic skemmtikraftur

„Það var svo margt geggjað sem gerðist á árinu 2019 en ætli það allrastærsta sé ekki verkefni sem mig hefur alltaf dreymt um að vinna að. Ég man hvar ég var þegar ég fékk símtalið um að vera boðið í prufu fyrir nýja sjóvarpsþætti sem væru að fara í gang. Ég stóð inni í Primark í London og hélt á Frozen bol. Eftir að ég skellti á var ég með svo mikinn hjartslátt að ég þurfti að yfirgefa verslunina með enga poka. Er heim kom rúllaði svo boltinn af stað og í lok febrúar munu þættirnir Mannlíf birtast á skjánum í Sjónvarpi Símans. Snillingarnir hjá Saga Film hafa leitt mig af fagmennsku í gegnum hvert einasta skref og þetta er búið að vera algjört draumaverkefni. Spice Girls-tónleikar sem ég fór með mömmu og Tinnu, systir minni, á toppuðu líka gelgjuna sem býr í hjartanu mínu og átti ég helgi með þeim sem ég mun seint gleyma. Spice Girls live og símatalið góða í Primark,“ segir Eva um árið 2019.

Hún segist setja sér markmið frekar en áramótaheit: „Ég er ekki týpan sem set mér áramótaheit, sem er mjög skrýtið því ég er rosalega skipulögð. Ég ætti í raun að vera með langan lista um hver áramót miðað við það. En ég er frekar manneskjan sem set mér reglulega yfir árið ný markmið og reyni svo allt sem ég get að láta þau rætast. Ef þau rætast ekki, þá er það allt í lagi, því eitthvað annað kemur í staðinn. Það hefur hentað mér vel hingað til,“ segir Eva.

„Mig langar til að vinna meira við sjónvarp, mér finnst ótrúlega gaman að fá að stökkva í útvarpið endrum og eins og svo þrífst ég á sviði að skemmta fólki. Að geta komið fólki til að hlæja fyllir mig svo miklum innblæstri og ég vona að ég fái að upplifa þann innblástur áfram. Ég er búin að vera með 100 bolta á lofti og ætla að halda áfram að henda þeim hátt upp. Planið mitt fyrir 2020 er að dreyma stærri drauma og láta þá rætast. Ég veit hverjir þessir draumar eru og hugsa um þá daglega. Er ótrúlega þakklát fyrir þetta allt.“

View this post on Instagram

37 ára asskotans pæja með engan filter . Hvorki á þessari mynd, né í lífinu almennt – Lífsmottóið mitt er svo einfalt- að vera hamingjusöm og elska lífið. Eitthvað sem mér finnst ég hafa náð að halda í alla ævi. – Ég áttaði mig mjög ung á því að lífið er hverfult og getur kippt þeim sem maður elskar í burtu snöggt. Kannski fagna ég svona gríðarlega mikið hverju ári sem ég fæ í þessu lífi- (ásamt dass af athygissýki) útaf því? – Fyrir mér er aldurinn bara blabla. Ég hef aldrei verið i betra formi, aldrei unnið í jafn spennandi verkefnum og fólkið i kringum mig eru eintómir snillingar. Eitt af lykilatriðunum kids, er að umvefja sig með góðu fólki sem maður elskar af öllu hjarta- og elskar mann tilbaka. – Þetta er mögulega skellur fyrir ykkur sem hélduð að ég væri 27 ára, en ég lofa, ég var ekki svona mikil pæja þá😂😂😂. – 37 ára> and ready for what it has to give! ❤❤❤ (Takk mamma fyrir að kenna mér snemma að fara vel með húðina mína) . . . . . #sensai#sensaibeauty#sensaicosmetics#veromoda#veromodaiceland

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on

- Advertisement -

Athugasemdir