- Auglýsing -
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður, og Ragnhildur Sveinsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt í Fossvogi á sölu. Þau skildu 2017 eftir 23 ára samband.
Húsið er 233,5 fm á einni hæð, byggt 1972. Húsið samanstendur af samliggjandi stofum, sjónvarpsstofu, þremur svefnherbergjum, eldhúsi og búri, baðherbergi, gestasnyrtingu og þvottaherbergi. Bílskúr er við húsið, en lóð þess liggur alveg við opna svæðið í Fossvoginum. Stutt er í skóla, leikskóla, íþróttasvæði Víkings, fallegt útivistarsvæði og fleira.
Nánari upplýsingar má finna hér.