• Orðrómur

Ein sú valdamesta í íslensku tónlistarlífi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri tix.is er fjórði gesturinn í hlaðvarpi Einars Bárðarsonar, Öll trixin. Hlaðvarpið Öll trixin er hlaðvarp um íslenskt tónlistarlíf, allt um tónlistarbransann með tómat, sinnep og steiktum eins og Einar kynnir sjálfur í upphafi.

Í þættinum ræða þau Einar og Hrefna um þær áskoranir sem fyrirtækið stóð frammi fyrir þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir rúmu ári. Fólk er orðið vant því að fara inn á Tix.is og leita að viðburðum og á meðan viðburðahald hefur nánast legið niðri nýttu þau hjá Tix.is tækifærið til að færa kvíarnar enn lengra út í Evrópu.

- Auglýsing -

„Fyrsta sem við hugsuðum þegar COVID skall á var hvað við gætum gert fyrir viðskiptavini okkar til að komast í gegnum þessa tíma. Við bjuggum til lausnir sem hafa auðveldað þeim lífið og okkur líka, svo sem fjöldaendurgreiðslulausn þar sem þú getur endurgreitt heilan viðburð. Algóritminn fyrir sölukerfið var svo notaður til að tryggja tveggja metra bil á milli fólks. Það er því tryggt að fjöldinn að baki hverri pöntun sitji saman og að tveir metrar verði í næstu gesti sitt hvoru megin,“ segir Hrefna. Hægt er að panta fyrir allt að 50 manns á sama sóttvarnasvæði þegar yfirvöld leyfa.

Hrefna Sif er líklega ein valdamesta konan í íslensku tónlistarlífi. Hún lætur þó lítið fyrir sér fara og fer vel með það það vald. Hún er framkvæmdastjóri Tix miðasölu og ekki að ósekju því þrátt fyrir að vera ung á hún að baki mikla reynsla af miðasölubransanum. Hún vann í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, allt frá opnun þess 2011 en þar starfaði hún síðast sem miðasölustjóri. Í mars 2017 hún réð sig sem framkvæmdastjóra Tix.is sem er langstærsta miðasölugátt landsins og í raun engir alvöru samkeppnisaðilar á markaðnum. Það þýðir þó ekki að markaðurinn sé án áskorunar fyrir Tix.is. Síðasta ár hefur verið hlaðið áskorununum þar sem allt tónleika- og tónlistarlíf hefur nánast verið stopp. Hrefna ræðir þessar áskoranir við Einar. Hrefna útskrifast frá Háskólanum á Akureyri síðar á þessu ári úr fjölmiðla- og viðskiptafræði. Hún er í sambúð með Sigvalda Agli Lárussyni fjármálastjóra og á eitt barn.

Streymið komið til að vera

- Auglýsing -

Streymis-lausnir á tímum COVID hafa gert þeim sem ekki getaaf ýmsum ástæðum mætt á viðburði kleift að njóta þeirra. Hrefna segir streymið komið til að vera og búið sé að sannreyna það. „Þetta er ný vitneskja sem verður áfram í boði samhliða öðru, þótt alltaf verði vinsælast að mæta á staðinn og upplifa.“

Bættu við þremur viðskiptalöndum

Þótt viðburði hafa vantað hefur starfsfólk Tix.is ekki setið með hendur í skaupi því ekki er hægt að loka eins og sundlaugarnar. „Við þurfum að svara fólki, endurgreiða miða og sinna þeirri þjónustu sem við veitum en á sama tíma með engar tekjur. Við erum með rekstur í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og höfum nýtt COVID til að færa út kvíarnar og opna í Hollandi, Belgíu og Bretlandi. Við erum með einfalt og aðgengilegt kerfi við viðskiptavini en þar er allt sem þarf. Það er okkar styrkleiki. Fólk hefur gefið sér meiri tíma til að kynna sér þetta hjá okkur á meðan viðburðir hafa legið niðri.“

- Auglýsing -

Tix miðasala, sem á og rekur vefinn Tix.is, selur miða fyrir þriðja aðila á hina ýmsu viðburði ásamt því að útvega leik- og tónlistarhúsum miðasölukerfi til notkunar. Tix miðasala var stofnuð í lok september 2014 og var vefurinn formlega opnaður 1. október sama ár.

Starfsmenn Tix hafa samanlagt yfir 20 ára reynslu í miðasölu og þróun miðasölukerfa. Þeir hafa starfað fyrir miðasölufyrirtæki á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Rúmeníu.

Í þessum löndum hafa þeir sett upp miðasölukerfi fyrir öll helstu leik- og tónlistarhús og ber þar hæst að nefna Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús, tónlistarhúsið í Árósum, Tívolí í Kaupmannahöfn, Danmarks Radio, tónlistarhúsið í Stavanger, norsku óperuna og Gautaborgaróperuna.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Spánverjar kunna að njóta lífsins

Snæfríður Ingadóttir, blaðamaður og ferðabókahöfundur, hefur iðulega leyft ævintýraþránni að ráða þegar kemur að ferðalögum og búsetuskiptum....

Gríma og Skúli eiga von á öðru barni

Gríma Björg Thor­ar­en­sen, inn­an­húss­hönnuður, og Skúli Mo­gensen, fyrr­ver­andi for­stjóri WOW Air, eiga von á barni í september.„Litli...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -