Einar hvetur landsmenn til að plokka og heiðra minningu Eyþórs: „Einn af okkar allra bestu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Einar Bárðarson athafnamaður og yfirplokkari Íslands hvetur landsmenn til að plokka á laugardaginn og heiðra þannig minningu Eyþórs Hannessonar.

„Einn af okkar allra bestu verður kvaddur á laugardag kl. 12.00 á Egilsstöðum. Það er nú þannig að þegar að svona risi kveður þá þurfa í raun 10 að taka við. Mig langar að fá ykkur með mér í það að heiðra minningu Eyþórs Hannessonar og taka klukkutíma á laugardag og plokka og pósta afrakstrinum hérna inn á PLOKK Á ÍSLANDI. Það er það fallegasta sem við getum gert í minningu þessa mikla áhrifavalds og brautryðjenda plokka og deila í hans minningu,“ segir Einar í færslu í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi.

Eyþór Hannesson
Mynd / Facebook

Eyþór Hannesson lést 20. febrúar í faðmi fjölskyldu sinnar á Fjórðungasjúkrahúsinu á Neskaupstað. „Fyrirmynd og innblástur margra okkar, hann Eyþór Hannesson á Egilsstöðum hefur loksins fengið langþráða hvíld. Ég hitti Eyþór aldrei í persónu, við tölum þó nokkrum sinnum saman. En í næstum áratug var ég mikill aðdáandi hans og hann var þér og okkur öllum mikil hvatning á þessum vettvangi. Hvundagshetja með hjarta úr gulli. Frumkvæði og dugnaður hans mun lifa í verkum okkar hinna. Við getum treyst því að það það er búið að plokka leiðina að og í gegnum Gullnahliðið. Fyrir hönd okkar hérna sendi ég fjölskyldu og vinum hugheilar samúðarkveðjur.“

Plokksamfélagið í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi telur nú tæplega 7 þúsund meðlimi og má ætla að margir þeirra muni láta til sín taka á laugardag og plokka í minningu Eyþórs.

Allir geta verið með og plokkað á laugardag í sínu nærumhverfi. Viðburð á Facebook má finna  hér.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -