Eistnaflug heldur Rokk á Spot

Deila

- Auglýsing -

Tveggja daga tónlistarveisla fer fram á Spot í Kópavogi nú um helgina, 17. og 18. júlí.

 

Rokk á Spot

„Eftir langa og erfiða covid-tíð er loksins kominn tími til að rokka af sér slenið. Eistnaflug viðburðir í samstarfi við X-ið, Spot, Tuborg og Bulleit kynna Rokk á Spot,“ segir í tilkynningu frá Eistnaflugi.

Hljómsveitirnar Misþyrming, Dimma, Une Misère, Vintage Caravan, Vicky, Devine Defilement, Volcanova, Rock Paper Sisters, Alchemia og Grafnár munu rokka þakið af kofanum.

Á laugardeginum á milli klukkan 15 og 17:30 verður opið hús með allskyns gleði fyrir alla fjölskylduna. Metal karaoke, mótorhjólasýning, sprelltæki, andlistmálning og margt fleira fyrir rokkara á öllum aldri.

„Eftir ástandið undanfarið er nauðsynlegt fyrir sálarlífið að fá smá gleði og tónlist í hjartað. Mættu og gerum þetta saman að geggjuðu Eistnaflugs partýi. Áfram þungarokk og íslenskt tónlistarlíf.“

Einkunnarorð Eistnaflug

Miða má kaupa á tix.is.

- Advertisement -

Athugasemdir