Elly hljómar í einum vinsælasta sjónvarpsþætti heims

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lagið Ég veit þú kemur í flutningi Ellyjar Vilhjálms hljómar í níunda þætti 17. þáttaraðar læknadramaþáttanna Grey’s Anatomy. Eyjamennirnir Oddgeir Kristjánsson (lag) og Ási í bæ (texti) sömdu og kom lagið út 1968 á plötunni Ég veit þú kemur, sem SG-hljómplötur gáfu út. SG-hljómplötur var útgáfa Svavars Gestssonar eiginmanns Ellyjar.

Vísir greinir frá og þar kemur fram að tónlistarráðgjafar þáttanna óskuðu eftir laginu í kjölfar samstarfs útgáfufyrirtækisins Öldu Music og HyperExtension í Los Angeles, sem sérhæfir sig í að koma tónlist á framfæri í kvikmyndum og þáttum í Bandaríkjunum.

Undir lok þáttarins má einnig heyra lag með Sigur Rós, en hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum, þar sem söngur Ellyjar hljómar undir.

Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þótt kveðjan væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.

Og þá mun allt verða eins og var
sko áður en þú veist, þú veist.
Og þetta eina sem útaf bar
okkar á milli í friði leyst.

Og seinna, þegar tunglið hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn sem við elskum, þú og ég.

Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þótt kveðjan væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -