Elton John fagnar afmæli í einangrun

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Elton John fagnaði 73 ára afmæli í gær. Lítið var þó um hátíðahöld hjá kappanum, en vegna kórónuveirufaraldursins er hann í sjálfskipaðri einangrun heima hjá sér með fjölskyldunni.

 

Eiginmaðurinn David Furnish, og synirnir Zachary, níu ára, og Elijah, sjö ára, færðu honum heimabakaða köku og sungu afmælissönginn.

„Ég er þakklátur fyrir besta afmælisdaginn með fjölskyldunni minni,“ skrifaði Elton á Instagram-síðu sinn og birti myndband af sonunum að færa honum afmæliskökuna.

Elton John hefur hvatt fólk til að halda sig heima til að koma í veg fyrir dreifingu kórónaveirunnar.

 

.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda,...

Bassafanturinn genginn út

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari pönkrokksveitarinnar Mínus, og Martina Klara, eru nýtt par.Parið skráði sig í samband í...