2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Emma Watson prýðir forsíðu breska Vogue

  Emma Watson leikkona og mannréttindasinni prýðir forsíðu desemberútgáfu breska Vogue. Watson heillaði hug og hjarta heimsbyggðarinnar þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið 11 ára gömul sem Hermione Granger, ein af aðalhetjum Harry Potter kvikmyndabálksins.

   

  Í forsíðuviðtali Vogue ræðir Watson um pressuna sem fylgdi hlutverkinu og heimsfrægðinni, ótta hennar við að verða 30 ára og mannúðarstörf hennar.

  Svona lítur forsíðan út.

  Í ágúst 2020 verða 20 ár liðin frá því að Watson, Daniel Radcliffe og Rupert Grint voru valin sem aðalleikarar í kvikmyndabálkinum um Harry Potter. Við tóku átta kvikmyndir á rúmum áratug, sem lauk í júlí 2011 með Harry Potter and the Deathly Hallows – seinni hluta.

  AUGLÝSING


  Í viðtalinu greinir Watson frá því að eftir að Harry Potter ævintýrinu lauk fór hún í sálfræðimeðferð til að vinna úr tilfinningum og sektarkennd eftir hlutverk sitt.

  „Ég sat í meðferð og fann fyrir mikilli sektarkennd.“

  „Ég sat í meðferð og fann fyrir mikilli sektarkennd. Af hverju ég? Einhver annar hefði notið þessa mun meira en ég gerði. Og ég barðist við sektarkennd vegna þessa. Ég var alveg: ég ætti að vera að njóta þessa meira, ég ætti að vera spenntari og ég er virkilega að berjast hérna.“

  Mynd / Vogue

  Segir Watson að á tímabili hafi henni fundist hlutirnir svo yfirþyrmandi að henni fannst hún vera a falla og missa öll tengsl. Þá fannst henni gott að muna eigin sjálfsmynd.

  „Ég er dóttir einhvers, ég er dóttir móður minnar, ég er dóttir föður míns, ég er systir, ég tilheyri fjölskyldu. Ég kem frá ákveðnum stað, ég hef rætur. Það er mjög stór tilvera og sjálfsmynd sem ég hef sem er mjög mikilvægt og traust, og sem hefur ekkert með framann að gera.“

  Mynd / Vogue

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum