2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Ert þú búin/n að læra vinsælasta lagið á Íslandi í dag? – Ja Ja Ding Dong

  Eurovisiongleðin hefur gripið landann í júnílok, í formi Eurovisionkvikmyndar Will Ferrell, sem kom á Netflix síðasta föstudag.

   

  Á meðal laga myndarinnar er lagið Ja Ja Ding Dong, sem er eina lagið sem íbúar á Húsavík, heimabæjar aðalsögupersónanna vilja heyra. Þeirra háværastur er Hannes Óli Ágústsson, leikari í hlutverki Olaf, hins æsta og reiða Íslendings.

  Hér fyrir neðan eru tvær klippur úr myndinni þar sem lagið er spilað, en athugið að þær gætu innihaldið spilla fyrir þá sem ekki hafa séð myndina.

  AUGLÝSING


  Texti lagsins og gítargrip eru síðan komin inn á vefsíðuna guitarparty.com.

  Sigurrós Einarsdóttir gerði sér lítið fyrir og snaraði textanum yfir á íslensku.

  „Vinur minn óskaði eftir íslenskri útgáfu af laginu svo ég snaraði fram texta á nánast núll einni,“ segir Sigurrós. „Ég er búin að vera alla helgina að melta þessa mynd og hef komist að þeirri niðurstöðu að myndin er í alvöru meira en bara snilld. Pierce Brosnan að tala íslensku með sænskum hreim? Það er á fárra færi! Og lagið Ja ja ding dong…. urrandi snilld!, segir Sigurrós, sem almennt aðhyllist tónlist í þyngri kantinum, en er þó nettur aðdáandi Eurovision líka.

  Þennan dag er þú snertir mig
  ég vissi ekki hvað á mig stóð
  Hið innra vaknaði tilfinning sem glóð, sem glóð….

  Pot í bumbu, ding dong….
  Gilli gill ég hlæ með þér öll dægrin löööng
  Pot í bumbu, ding dong
  Ys og læti eru okkar einkennisorð.

  Ég vissi strax þá að þú værir mitt
  því gleðin er alltaf við völd
  Og rænt hefur þú hjartað mitt
  fram á næstu öld….

  Pot í bumbu, ding dong….
  Gilli gill ég hlæ með þér öll dægrin löööng
  Pot í bumbu, ding dong
  Ys og læti eru okkar einkennisorð.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum