• Orðrómur

Ertu tilbúin/n fyrir gæsahúð? Þetta gerðist á Húsavík við Skjálfanda

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eins og alþjóð og amma þeirra vita þá er lagið Húsavík úr kvikmyndinni með langa nafninu, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, tilnefnt til Óskarsverðlauna í ár sem besta lagið.

Sjá einnig: Húsavík tilnefnt til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin kom út 26. júní í fyrra og varð feikivinsæl meðal aðdáenda Eurovision söngvakeppninnar, Netflix-áhorfenda, ferðamanna sem elska Ísland og fleiri. Íbúar á Húsavík voru snöggir til að kynda undir þessum mikla áhuga á bænum þeirra, og Eurovisionsafn er í vinnslu ásamt fleira. Myndband var útbúið til að fá meðlimi Óskarsverðlaunaakademíunnar til að velja lagið sem eitt af þeim tilnefndu.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Húsvíkingar vilja annan Óskar í bæinn: Nafni hins gyllta Óskars spenntur

Og nú síðast var söngkona lagsins, hin sænska Molly Sandén, komin með einkaflugvél til Húsavíkur til að taka upp myndband lagsins. Henni til halds og traust er húsvískur stúlknakór og verður myndbandið flutt á Óskarnum sjálfum næsta sunnudag, 25. apríl.

Höfundar lagsins eru Fat Max Gsus, Rickard Görans­son og Savan Kot­echa. Ís­lenska tón­skáldið Atli Örvars­son samdi kvik­mynda­tón­listina fyrir myndina, en sönglögin voru flest samin af sænskum og banda­rískum laga­höfundum.

- Auglýsing -

Sandén brá á leik á sunnudag þegar hún heimsótti Húsavíkurkirkju. Þar sat organisti kirkjunnar, Attila Szebik, við æfingar og var hann beðinn um að spila lagið. Hann vissi þó ekki af komu Sanden. Sjáðu viðbrögð hans í myndbandinu hér fyrir neðan.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -