2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Eurovision frestað eða ekki?

  Aðdáendur Eurovision bíða nú í ofvæni fregna af því hvort keppninni sem fara á fram dagana 12. – 16. maí í Rotterdam í Hollandi verði frestað eða aflýst, eða hvort að keppnin fari fram með hefðbundnu eða breyttu sniði.

   

  COVID-19 kórónuveirufaraldurinn hefur áhrif á þessa ákvörðun forsvarsmanna keppninnar, en enn hefur ekki verið tekið ákvörðun. Áður hafði verið gefið út að ákvörðun yrði tekin í apríl. Í dag hefur hins vegar sá orðrómur farið á kreik að keppninni yrði aflýst.

  „Staðan hvað varðar kórónuveiruna tekur sífelldum breytingum og það er stór hópur fólks sem þarf að ráðfæra sig við og taka tillit til mikilvægra þátta,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum keppninnar sem birt var á samfélagsmiðlum fyrr í dag. „Við vonumst til að hafa frekari upplýsingar fljótlega.


  Mögulegar aðgerðir

  AUGLÝSING


  Á vef Eurovision World eru listaðir upp nokkrir möguleikar í stöðunni:
  *Keppnin fer fram samkvæmt áætlun og engar breytingar verða.
  *Engir áhorfendur og keppnin fer fram í tónleikahöll.
  *Engir áhorfendur og keppnin fer fram í sjónvarpssal.
  *Hvert land flytur sitt lag í sjónvarpi frá sinni staðsetningu.
  *Keppninni verður frestað þar sem ýmsir möguleikar eru til staðar.
  *Keppninni verður aflýst. Eurovision World segir þann möguleika þó ekki vera í boði að svo stöddu.

  Eins og staðan er í dag þá er Eurovision enn á dagskrá 12. – 16. maí og ef breytingar verða á því hlýtur sú tilkynning að koma fljótlega.

  Sjá einnig: Hugarheimur Daða heillar Evrópu – „Nú þarf ég bara að halda rétt á spöðunum, nýta tækifærið á réttan hátt“

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum