2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Eurovision-kvikmyndin: Syngur Rachel McAdams sjálf?

  Kvikmynd Will Ferrell um Eurovision, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum.

   

  Eins og allir vita sem fylgjast með fréttum fjallar myndin um Sigrit Ericksdottir (Rachel McAdams) og Lars Ericksson (Will Ferrell), vini sem eru fædd og uppalin á Húsavík. Lars á sér stóra drauma í tónlistarheiminum, að komast á svið Eurovision og vinna keppnina fyrir Íslands hönd.

  Kvikmyndin er ástaróður Ferrell til keppninnar sem hann kynntist þegar hann heimsótti fjölskyldu konu sinnar í Svíþjóð og horfði á keppnina þar í sjónvarpi.

  Eins og við er að búast er mikið um tónlist (sem er samin fyrir myndina) í anda Eurovision í myndinni og syngja McAdams og Ferrell bæði, en eru þau í raun þau sjálf sem syngja?

  AUGLÝSING


  Svarið er já og nei. Í senunni þar sem McAdams situr, syngur og skrifar í glósubókina sína texta lagsins Húsavík, þá er hún sjálf að syngja.

  Aðrar senur þar sem hún syngur, á svakalega háum nótum í mörgum tilvikum, eru tileinkaðar á kreditlista bæði McAdams og sænsku söngkonunni Molly Sandén, sem sjálf á tengingu við Eurovision. Árið 2006 tók hún þátt í Junior Eurovision Song Contest fyrir hönd Svíþjóðar.

  McAdams er ekki tilgreind í lagalista, heldur aðeins Sandén undir nafninu My Marianne, sem hún segir hið íslenska alter ego sitt.

  Í viðtali við Vulture sagði tónlistarframleiðandi myndarinnar Savan Kotecha að bæði McAdams og Sandén hefðu verið látnar syngja lögin og báðar verið teknar, söng þeirra var síðan blandað saman. Þannig að í kvikmyndinni má gera ráð fyrir að heyra í McAdams.

  Sama á við um hinn rússneska Alexander Lemtov, sem heillar Sigrit. Dan Stevens leikur hann, en það er Erik Mjönes sem syngur fyrir hann.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum