Eurovisionlag Daða komið með nafn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Daði Freyr Péturs­son, tónlistarmaður, sem keppa mun fyrir Íslands hönd í Eurovision, svipti í morgun hulunni af nafni lags síns.

Lagið heitir 10 Years, eða tíu ár. Lagið verður frumflutt 13. mars í nýjum skemmtiþætti á RÚV, Straumar.  Myndband lagsins verður frumsýnt í lok mars og einnig stendur til að gefa út tölvuleik þar sem Daði og Gagnamagnið verða í lykilhlutverki. Daði fékk íslendinga með sér í lið við gerð lagsins í sérstökum kór, 1153 sendu inn radddir sínar og hefur Daði gefið út að hann muni nota allar upptökurnar.

10 Years – Out March 13
Eurovision Song Contest
Pre-save:

Posted by Daði Freyr on Wednesday, February 24, 2021

 

Hópurinn stígur á svið í Rotterdam í Hollandi 20. maí á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision, og úrslitakvöldið er síðan tveimur dögum seinna, 22. maí. Daða og Gagnamagninu er spáð góðu gengi í keppninni í ár, líkt og í fyrra, en lagið Think About Things, vakti mikla athygli þá og varð vinsælt, bæði meðal Eurovision aðdáenda og annarra.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -