Eyfi tekur lagið og skorar á félaga sína: „Ef erfiðleikar ógna og einsemd sækir heim mun ástarminning ein úthýsa þeim“ |

Eyfi tekur lagið og skorar á félaga sína: „Ef erfiðleikar ógna og einsemd sækir heim mun ástarminning ein úthýsa þeim“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður er nú búinn að taka lagið og birta á Facebook og skorar hann um leið á kollega sína að taka upp lag í „stofusándinu“ eins og hann kallar það.

 

„Sendi ykkur ástarkveðjur að heiman, vona að allir hafi það sem best á þessum undarlegu tímum, skora á fleiri kollega mína að setja svona inn bara í stofusándinu. Ástarkveðjur frá gamlingjunum á heimilinu, Eyfa (58) og Kónga (15).“

Lagið sem Eyfi tekur er Perhaps Love eftir John Denver sem kom út í flutningi hans og Placido Domingo árið 1982. Eyfi syngur íslenskan texta lagsins, Kannski er ástin, sem kom út á plötu hans, Engan jazz hér! árið 2002. Bergþór Pálsson tók dúettinn þar með Eyfa, og íslenski textinn er eftir föður Bergþórs, Pál Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóra.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira