Fékk skammt af eigin meðali: „Vin­sam­legast ekki hika!“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dolly Parton, tónlistarkona með meiru, birti myndband á samfélagsmiðlum í gær, þar sem hún tilkynnti að hún væri að fá bóluefni við kórónuveirunni. Var Parton síðan sprautuð með eigin meðali, bókstaflega. Eins og komið hefur fram í fréttum þá styrkti Parton lyfjafyrirtækið Moderna í rannsóknum og framleiðslu fyrirtækisins á COVID-19 bóluefni. Nam framlag Parton einni milljón dollara eða um 127 milljónum íslenskra króna.

Parton sló á létta strengi við bólusetninguna, og sagðist vera nógu gömul og nógu klár til að láta bólusetja sig. Sagðist hún ekki hafa viljað fá bólusetninguna fyrr þó hún hafi tekið þátt í að fjármagna bóluefnið því hún hafi alls ekki viljað fara fram fyrir röðina. Parton sem er orðin 75 ára var sprautuð með bólu­efn­inu á Vand­er­bilt-há­skóla­sjúkra­hús­inu í Nashville í Tenn­essee.

„Vin­sam­legast ekki hika!“ sagði hún og brast í söng með nýjan texta við eitt þekktasta lag sitt, Jolene. „Bólu­efni, bólu­efni, bólu­efni, ég bið ykkur ekki hika. Því þegar þið eruð dauð er það að­eins of seint,” sagði hún og hló.

Parton tók fram að þó hún slægi á létta strengi, væri hins vegar um alvöru að ræða og hvatti hún áhorfendur til að láta bólusetja sig.

„Við ykkur gungurnar segi ég: Ekki vera svona miklir kjúk­lingar. Drífið ykkur og nælið ykkur í sprautu!“

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -