• Orðrómur

Félag Róberts kaupir íbúð á Florida: Verðmiðinn 2,4 milljarðar MYNDIR

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aztiq fjárfestingafélag Róbert Wessman forstjóra Alvogen hefur keypt rúmlega 1000 fermetra íbúð í glæsiturni hótelkeðjunnar Ritz Carlton í Sunny Isle Beach í Florida í Bandaríkjunum.

Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

- Auglýsing -

Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

Verðið á íbúðinni er 20 milljónir dollara eða 2,4 milljarðar íslenskra króna og staðfestir Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, kaupin við Vísi og var íbúðin afhent í maí, þó hún hafi verið keypt fyrir nokkru síðan. Íbúðina segir hún ætlaða til útleigu og síðar sölu, hún hafi verið keypt á hagstæðu verði og hafi hækkað í verði um 20-30% frá kaupum. Í frétt Business Journal um kaupin er fullyrt að lán upp á 13 milljónir dollara eða rúman einn og hálfan milljarð hafi verið tekið fyrir kaupunum.

Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

- Auglýsing -

Róbert Wessman er forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þrjá fjórðu hluta félagsins Aztiq.

Íbúðin er 714 fermetrar ásamt 365 fermetra svölum með einkasundlaug, garði og úti eldhúsi.

Svona lítur íbúðin út Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

- Auglýsing -

5 íbúðir eru á hverri hæð, fyrir utan penthouse íbúðirnar Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

Hér má sjá myndir teknar úr íbúð í lúxusbyggingunni.

Eldhús Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

Baðherbergi Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

Borðstofa/stofa Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

Svefnherbergi Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

Útsýni úr aðalsvefnherberginu Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

212 íbúðir eru í byggingunni, og þar er ýmiskonar þjónusta í boði fyrir íbúa, eins og líkamsræktaraðstaða, spa, einkakokkur, ritaraþjónusta, þrif og þvottur og margt fleira. Í raun er um að ræða lúxusíbúðir með allri þjónustu innan handar líkt og gist væri á lúxushóteli.

Spa sem íbúar geta notið sín í Mynd / theresidencessunnyislesbeach.com

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Stuðmenn styðja Vilhjálm

Stuðmennirnir Egill Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon eru með stórmerkilega stuðningsyfirlýsingu við sjálfstæðismanninn Vilhjálm Bjarnason í Mogganum...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -