• Orðrómur

Ferðagjöfin rennur út í dag – Svona getur þú nýtt hana á síðasta séns!

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ferðagjöf stjórnvalda frá árinu 2020 rennur út í dag og fer því hver að verða síðastur að nýta gjöfina.

Allir Íslendingar, 18 ára og eldri, fengu ferðagjöf sem er að verðmæti 5.000 kr. á einstakling. Nú í apríl höfðu tæplega 200 þúsund einstaklingar sótt Ferðagjöfina af þeim 280 þúsund sem fengu hana útgefna. Það er því ljóst að ansi margar ferðagjafir fyrnast á miðnætti í kvöld.

Daginn eftir, þriðjudaginn 1. júní tekur ný ferðagjöf gildi fyrir árið 2021 og falla þá ónýttar ferðagjafir fyrir árið 2020 úr gildi.

- Auglýsing -

Af hverju Ferðagjöf?

Ferðagjöf stjórnvalda er tímabundið úrræði, sem sett var á fót síðastliðið sumar, í þeim tilgangi að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands og nýta Ferðagjöfina hjá ferðaþjónustuaðilum. Gjöfin er hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar til að efla efnahagskerfið og draga úr þeim neikvæðum áhrifum sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft í för með sér á atvinnulífið, þá sér í lagi íslenska ferðaþjónustu.

Hvar get ég nýtt Ferðagjöfina?

- Auglýsing -

Þrátt fyrir að ferðagjöfin hafi upphaflega verið gefin út til að styrkja ferðaþjónustuna þá er hægt að nýta hana í fjölmargt annað, til dæmis við miðakaup á ýmsa viðburði, til að kaupa bensín eða annað á bensínstöðvum, skyndibita eða veitingar á fjölmörgum veitingastöðum og margt fleira. Einnig er hægt að gefa öðrum ferðagjöfina með einföldum hætti, en hver einstaklingur getur að hámarki nýtt 15 ferðagjafir.

Einfaldast er að sækja ferðagjöfina með því að skrá sig inn á island.is. Síðan er hentugast að sækja smáforritið Ferðagjöf til að nota 5.000 kr. og nýta þær sjálfur eða gefa áfram.

Á heimasíðunni ferdalag.is má sjá hvar hægt er að nýta Ferðagjöfina, en gulur borði gefur til kynna þau fyrirtæki sem taka við Ferðagjöfinni.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -