2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Finni vill breyta bólstrunarhúsi á Bergstaðastræti í búllu

  Húsið að Bergstaðastræti 2 í miðbænum hefur staðið autt síðan í ársbyrjun 2018, en þar var áður Bólstrun Ásgríms til áratuga.

   

  Birgir Bieltvedt athafnamaður og veitingahúsamaður keypti húsið af Agli Ásgrímssyni bólstrara sem þá var var orðinn áttræður og búinn að standa vaktina á Bergstaðastrætinu til 60 ára. Eirikur Jónsson sagði frá á vefsíðu sinni í gær.

  Á þriðjudag var tekin fyrir umsókn hjá byggingafulltrúa Reykjavíkur um að breyta húsnæðinu í ölstofu. Sótt er um leyfi til að opna veitingastað í kráarflokki, lækka kjallaragólf um 50 cm. og setja stiga upp á 2. hæð við norðurgafl hússins. Afgreiðslu málsins var frestað.

  Það er þó ekki Birgir sem stendur að baki umsókninni, heldur núverandi eigandi hússins 101 Húseignir ehf., sem eignaðist húsið í lok ágúst. Eigandi félagsins er Guðfinnur Sölvi Karlsson, best þekktur sem Finni á Prikinu.

  AUGLÝSING


  Húsið er 170 fm og var byggt árið 1902 og því friðað samkvæmt lögum um menningarminjar frá árinu 2012, þar sem segir í 29. grein: Öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri eru friðuð.

  Umsókn nr. 56903 (01.17.130.6)
  640119-1280 101 Húseignir ehf.
  Hverfisgötu 105 101 Reykjavík
  5. Bergstaðastræti 2, Innrétta ölstofu
  Sótt er um leyfi til þess að opna veitingastað í flokki lll tegund f krá fyrir hámarks gestafjölda xx manns og tvo starfsmenn, lækka kjallaragólf um 50cm og setja stiga upp á 2. hæð.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum