• Orðrómur

Flóni gefur út ilm fyrir öll kyn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Floni Eau De Parfum er samstarfsververkefni milli tónlistarmannsins Flona og Laugar Spa sem unnið hefur verið síðasta eina og hálfa árið.

Íslenski tónlistarmaðurinn Flóni sviptir hulunni af nýju ilmvatni sem einfaldlega nefnist Floni Eau De Parfum fimmtudaginn 3. desember. Um er að ræða mjög persónulegt verkefni fyrir Flona en hann hefur um árabil verið mikill snyrtivöru- og ilmáhugamaður og hefur lengi blundað í honum að þróa sinn eigin ilm sem er jafnt ætlaður fyrir öll kyn.

Í tilkynningu segir að útgangspunktur Flóna þegar hann ímyndaði sér ilminn voru meðal annars ýkt mótvægi dimmra vetrarnótta versus falleg sumarkvöld og rómantík skemmtanalífsins versus látlausar samkomur, ilmurinn er fullur af mystík, spennu, kynþokka og frelsi líkt og tónlist Flóna er.

- Auglýsing -

Við framleiðsluna leitaði Flóni til Laugar Spa sem hafa þróað og sett á markað vörur innan snyrtivörumarkaðarins með línunni Laugar Spa Organic Skincare með frábærum árangri. Við ilminn sjálfan fengu þau ilm-hönnuðinn Andreu Maack til að aðstoða sig, en hennar vörumerki er flokkað í svokölluð Niche Parfums og eru seld í lúxusverslunum erlendis, enda skipti það Flona máli að ilmurinn væru unninn úr háklassa efnivið.

Andrea horfði aðallega til Flóna sem persónu og hugmyndir hans um ilminn og sammæltust þau um að útgangspunktur hans væri einskonar nútíma rakspíri fyrir öll kyn og aldur. Ilm-nóturnar eru samblanda af krydduðum og sætum nótum eins og kardimommu, patchouli, greipaldin og frosnu lavender sem mynda saman mjög fókuseraðan og dulkenndan ilm.

- Auglýsing -

Allar ljósmyndir fyrir ilminn voru teknar af Önnu Maggý sem hefur unnið áður með Flóna og fékk hennar listræna auga að njóta sín í verkefninu. Síðar meir komu þeir Sindri og Jón Davíð hjá Húrra Reykjavík með í verkefnið þar sem ilmurinn verður fáanlegur hjá þeim.

Floni Eau De Parfum kemur út í takmörkuðu upplagi 3. desember og verður ilmurinn fáanlegur í Húrra Reykjavík, Laugar Spa og á floni.is.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -