2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Leyndur aðdáandi gleður Jóhönnu Guðrúnu

  Söngkonan vinsæla Jóhanna Guðrún rak heldur betur upp stór augu þegar hún kom heim úr gönguferð með fjölskyldunni í dag.

  Á hurðarhúni útidyra heimilis fjölskyldunnar hékk poki sem í var glæsilegur kjóll og meðfylgjandi var bréf þar sem leyndur aðdáandi segir Jóhönnu Guðrúnu að hún megi eiga kjólinn. Jóhanna var ekki lengi að drífa sig í þennan stórglæsilega bleika kjól og smella af sjálfu sem hún birti á Facebbok-síðu sinni ásamt bréfinu frá aðdáandanum.

  Í bréfinu segist aðdáandinn leynilegi hafa mætt á tónleika hjá Jóhönnu Guðrúnu og eiginmanni hennar, Davíð Sigurgeirssyni, árið 2018 og dáðst að því hve fallegur kjóllinn sem Jóhanna klæddist á tónleikunum væri. Hún – það er að segja aðdáandinn – hafi verið að flytja og fundið þennan bleika kjól í fataskápnum og þá strax orðið hugsað til Jóhönnu Guðrúnar. „Vonandi geturðu notað hann,“ segir aðdáandinn að lokum og undirskriftin er bara „Kveðja frá leyndum aðdáanda.“

  Jóhanna Guðrún er heldur betur ánægð með gjöfina og kjóllinn fer henni sérlega vel eins og myndin sýnir. „Takk fyrir mig elsku hver sem þú ert,“ skrifar söngkonan á Facebook, himinlifandi með nýja kjólinn.

  AUGLÝSING


  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum