2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Forsætisráðherra fagnar sigri: „Loksins!“

  Þrjátíu ára bið Liverpool lauk núna í kvöld, en liðið er Englandsmeistari árið 2020, eftir sigur Chelsea á Manchester City fyrr í kvöld. Þetta er fyrsti sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni, en Liverpool vann síðast árið 1990 en þá var ekki búið að stofna úrvalsdeildina.

   

  Liverpool er með 86 stig, og Manchester City í öðru sæti með 63 stig, en City vann titilinn í fyrra. Sjö umferðir eru eftir af deildinni, en enginn gat skákað Liverpool eftir leik kvöldsins.

  Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands er stuðningsmaður Liverpool, og hafði því ástæðu til að fagna og birtir mynd af sér á Twitter.

  „Til hamingju elsku drengirnir mínar og Klopp, og við öll. Munum öll að ganga um með von í brjósti. YNWA,” skrifar Katrín.

  AUGLÝSING


  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum