Forsetahjónin minnast Betty ömmu: „Amma var stórkostleg kona og fyrirmynd“

Deila

- Auglýsing -

Betty Brown (Nicolson) lést á föstudaginn, 102 ára að aldri. Hún var amma Elizu Reid forsetafrúr okkar og minnist Eliza, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, eiginmanni sínum og forseta, hennar með mikilli hlýju.

 

„Í dag er Minningardagur (e. Remembrance Day). Um leið og ég vil senda þakkir til þeirra sem hafa fært fórnir og þjónað langar mig sérstaklega að minnast ömmu minnar, Betty Brown (f. Nicolson), sem var hjúkrunarkona í Seinni heimsstyrjöldinni, en hún lést á föstudagskvöld, 11 dögum fyrir 102 ára afmæli hennar. Anna var stórkostleg kona og fyrirmynd, og einfaldlega full af gleði, eins og þau ykkar sem hittu hana vitið. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð hana í fúlu skapi,“ skrifar Elísa á Facebook-síðu sína.

Betty Brown á Bessastöðum sumarið 2016 þegar hún var 99 ára og hress að vanda. Mynd / Facebook

„Á föstudaginn lést amma Elizu minnar, Betty Brown (f. Nicolson). Hún féll frá í hárri elli, nær 102 ára að aldri. Betty var lífsglöð og lífsreynd, af skoskum ættum og sannfærð um að í henni rynni eitthvert norrænt blóð, enda fædd í Wick (Vík) á norðurströnd Skotlands þar sem norrænir menn gerðu strandhögg á víkingaöld og settust einnig að. Betty þjónaði landi sínu í seinni heimsstyrjöld, var hjúkrunarkona í liði Kanadamanna á vígvöllum Evrópu. Ætíð var hún ljúf í lund og ég minnist hennar með mikilli hlýju. Blessuð sé minning Betty Brown,“ skrifar Guðni Th á Facebook-síðu Forseta Íslands.

- Advertisement -

Athugasemdir