• Orðrómur

Forvitni Ragnars Þórs og Guðbjargar varð að tveggja ára verkefni: „Tár láku“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjónin Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, eru dugleg að hreyfa sig og það saman. Undanfarin tvö ár hafa þau einnig nýtt hreyfinguna til að gefa af sér.

„Við Guðbjörg hjólum mikið saman og höfum gert undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum fórum við að taka eftir fólki í gulum búningum, á gulum hjólum, á götum og stígum borgarinnar.

Eftir nokkurn tíma og mikla forvitni sáum við hvar einn hópurinn var stopp uppi við Árbæjarlaug og gátum við ekki setið á okkur að spjalla við þessar gulklæddu hjólaverur, sem með mikilli ánægju og áhuga fræddu okkur um stórkostlegt verkefni sem þau voru hluti af,“ segir Ragnar Þór í færslu á Facebook og segir hann að þegar móðursystir hans hafi skráð sig hafi þau hjón séð að ekki var eftir neinu að bíða og skráð sig líka til þátttöku.

- Auglýsing -

Verkefnið sem hjónin hafa tekið þátt í heitir Team Rynkeby Ísland og í venjulegu árferði snýst verkefnið um að hjóla 1300 km leið frá Danmörku til Parísar og safna þannig áheitum og styrkjum sem hér á landi renna óskipt til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Verkefnið er hins vegar alþjóðlegt og deild í hverju landi sem tekur þátt.

Sjá einnig: Hjóla hringinn til styrktar börnum með krabbamein: „Okkar brekkur taka enda á stuttum tíma“

Eins og allir vita hafa síðustu tvö ár ekki verið hefðbundin og brá íslenski hópurinn því á að hjóla um Ísland eins og Ragnar Þór rekur: „Eftir vetur æfinga, styrkjaleit, páskaeggjasölu ásamt allskonar af skemmtilegum verkefnum þessu tengdu, með ómetanlegum stuðningi fyrirtækja og einstaklinga, hjóluðum við rúma 800 km. túr um landið frá Suðurlandi til og um Vestfirði. Vegna Covid komumst við ekki út í fyrra og ekki heldur í ár og var því gripið til þess ráðs að hjóla valdar leiðir um landið okkar yndislega og fallega annað árið í röð,“ segir Ragnar Þór og segir verkefnið ekki snúast um þau hjónin eða þeirra persónulegu markmið, það að þeim hafi vissulega langað að hjóla frá Danmörku til Parísar hafi því verið algjört aukaatriði.

- Auglýsing -

Þess má geta að hjónin tóku þátt tvö ár í röð sem er engin skylda, sem og margir fleiri sem fylgja þeim í ár gerðu.

Krefjandi en óskaplega gefandi

„Þetta ferðalag er vissulega búið að vera krefjandi en alveg óskaplega gefandi því þetta er allt saman gert til að styðja við bakið á SKB. Það er svo dásamlegt og mikil forréttindi að vera hluti af stórum hópi fólks úr ólíkum áttum sem tekur sig saman á hverju ári og heldur þessu verkefni gangandi,“ segir Ragnar Þór og minnist þar á alla sem hópnum tilheyra, ekki aðeins þá sem hjóla, heldur líka þá sem fylgja hópnum. „Hver og einn er ómissandi hlekkur í þessari keðju sem hópurinn myndar, hópur sem einkennist af samheldni, samkennd, vinnusemi og einskærri vináttu og gleði.“

- Auglýsing -

Myndin af hjónunum er tekin í miðjum Hvalfirði á áttundu dagleið hópsins. Einn hjólari hópsins las upp bréf fyrir hópinn: „sem skrifað var um þær þrautir sem lítið barn þurfti að ganga í gegnum í baráttu sinni við krabbamein. Tár láku og var þetta góð áminning til okkar og gott að hafa í huga þegar við erum að hjóla okkar brekkur sem eru lítilfjörlegar í samanburði við þær sem langveik börn og aðstandendur þeirra þurfa tækla,“ segir Ragnar Þór sem þakkar öllum fyrir styrk og hvatningu og hópnum fyrir einstök kynni, lífstíðar vinskap og ógleymanlega samveru. „En fyrst og fremst þakklæti fyrir að fá að taka þátt í þessu yndislega verkefni og fá að vera hluti af gulu fjölskyldunni.“

Hjónin hvetja áhugasama til að sækja um að vera með í Team Rynkeby. Og þeir sem vilja styrkja verkefnið og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna geta hringt í eftirtalin númer eða lagt inn á reikning SKB. Allir styrkir renna óskiptir og óskertir til SKB.

907 1601 – 1500 kr.
907 1602 – 3000 kr.
907 1603 – 5000 kr.

Reikningur: 537- 26-567, kennitala: 5802160990

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -