2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Frábær stökkpallur fyrir ungt tónlistarfólk

  Músiktilraunir fara fram dagana 21. – 24. mars og svo sjálft úrslitakvöldið 28. mars. Frá árinu 1982 hafa yfir 1000 hljómsveitir og listamenn tekið þátt í Músíktilraunum.

   

  Alltaf standa einhverjir uppi sem sigurvegarar. Mjög misjafnt er hversu vel og hversu lengi sigurhljómsveitirnar hafa enst en oft hafa þó Músíktilraunir reynst hljómsveitum sá stökkpallur og innblástur sem þarf til að gera það gott í hinum harða tónlistarbransa, innanlands jafnt sem erlendis.

  Nægir að nefna Greifana, Kolrössu Krókríðandi (síðar Bellatrix), Maus, Mínus, Botnleðju (Silt), XXX Rottweilerhunda, Jakobínurínu, Agent Fresco.

  Sigurvegarar tilraunanna 2010, Of Monsters and Men, hafa vakið gífurlega athygli um heim allan auk Samaris, Between Mountains og Vök sem eru að gera sér gott nafn. Einnig hafa margir þjóðþekktir tónlistarmenn stigið sín fyrstu spor á sviði á Músíktilraunum. Má þar til dæmis nefna hljómsveitina Bee Spiders, en þar söng ungur drengur að nafni Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós og í hljómsveitinni The Lovely Lion mátti finna tónlistarmanninn Ásgeir Trausta. Bróðir Svartúlfs gat af sér rappsveitina vinsælu Úlfur, Úlfur og meðlimir kvennapönksveitarinnar Á túr höfðu hönd með í stofnun Bríetar – félags ungra feminista (1997-2003) sem hafði mikil áhrif á hugarfarsbreytingu hérlendis varðandi jafnrétti kynjanna.

  AUGLÝSING


  Músiktilrauninrnar fara fram dagana 21., 22., 23., og 24. mars, og sjálft úrslitakvöldið er  28. mars. Skráning hefst 21. febrúar og stendur til 2. Mars. Hægt er að sækja um á vef Músíktilrauna.

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum