Frábærar fréttir af bata Guðmundar Felix – Fékk loksins að hitta mömmu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
Guðmundur Felix Grétarsson, sem sjálfur kallar sig handhafa í dag eftir að á hann voru græddir nýir handleggir á dögunum, hefur góðar fréttir að færa í dag af gangi mála. Hægt og rólegar virðast hendurnar vera að ganga í gegnum umskipti og mynda nýja húð.
Guðmundur birtir af þessu myndir af Facebook-síðu sinni þar sem hann er duglegur að leyfa fylgjendum sínum fylgjast með bataferlinu. Í dag segir hann:

Þessa mynd birti Guðmundur Felix meðal annars í dag.

„Umbreyting. Hægt en örugglega eru hendurnar að fletta af sér sínum gömlu einkennum og nýtt skinn er að koma í ljós.“
Þau ljúfu tíðindi færði Guðmundur Felix líka í dag að hann fékk loksins að hitta móður sína, Guðlaugu, í aðeins annað sinn eftir aðgerðina. Það var einmitt hún sem gladdi hann nýlega með íslenskri kjötsúpu og skúffuköku með kaldi mjólk. Hann vonast til þess að geta líka fengið að hitta föður sinn um næstu helgi.

Því miður var útlit fyrir að líkami Guðmundar Felix Grétarssonar sé byrjaður að hafna höndunum sem voru ágræddar á hann. Hann bað Íslendinga nýlega um að óttast hvergi því slík höfnun sé algeng og nú er hann í lyfjameðferð vegna hennar. Tíðindi dagsins frá Guðmundi eru því afar góð.

Sjá einnig: Bakslag hjá Guðmundi Felix – Líkaminn byrjaður að hafna höndunum

„Ég er mjög glaður með árangurinn. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Guðmundur Felix í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu.

Eins og sjá má er ný húð byrjuð að myndast á höndum Guðmundar.

Guðmundur Felix er sá fyrsti í heiminum til að fá grædda á sig handleggi annars manns og var það gert nákvæmlega 23 árum eftir að hann missti báða hendleggi sína í slysi. Nýlega birti hann myndir af höndunum sem líkaminn er nú byrjaður að hafna.

Guðmundur Felix upplýsir fylgjendur sína á Facebook reglulega um stöðu mála eftir aðgerðina. Fyrir klukkustund birti hann myndband þar sem hann greinir frá því að fyrir tveimur dögum tóku læknar eftir merkjum um höfnun líkamans á nýjum handleggjunum. Guðmundur biður fólk ekki að óttast.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -