• Orðrómur

Fræg ættartengsl – Sjaldan falla hæfileikarnir langt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Séð og Heyrt hefur áhuga á fólki, og hvað það fæst við í daglega lífinu sem og áhugamálum þess. Séð og Heyrt hefur líka áhuga á því hvernig fólk tengist öðru fólki, meðal annars ættartengslum. Hér eru ættartengsl þar sem yngri kynslóðin hefur tekið við af þeirri eldri í sviðsljósinu.

 

Sigurbjartur Sturla Atlason (27) verður Rómeó í uppfærslu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu næsta leikár. Sturla Atlas, nafnið sem hann er þekktastur undir, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2016 og nýlega kom út platan Paranoia. Hann lék í fjölda barnasýninga í Þjóðleikhúsinu á grunnskólaaldri, en hefur leikið í Ófærð 2 og Lof mér að falla, svo nýrri hlutverk séu nefnd en hann menntaði sig sem leikari.

Sturla Atlas á ekki langt að sækja leiklistarhæfileikana, faðir hans er Atli Rafn Sigurðarson (47) leikari, hann á heldur ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana en móðir hans er Berglind María Tómasdóttir (46), þverflautuleikari og dósent í flutningi og miðlun samtímatónlistar hjá Listaháskóla Íslands. Sturla Atlas æfði á gítar og trommur þegar hann var yngri og var í rapp- og rokkhljómsveitum þangað til hann varð 14 ára.

Atli Rafn Sigurðarson Mynd / Gunnar Þór Andrésson
Berglind María Tómasdóttir Mynd / Listaháskóli Íslands
- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -