Frægir taka áskorun og yngjast á samfélagsmiðlum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Síðustu viku hefur fréttaveita landsmanna fyllst af barnamyndum, þar sem fjölmargir notendur miðilsins hafa póstað mynd af sér frá yngri árum, flestir á barns- eða unglingsaldri, með orðunum „áskorun móttekin.“ Um er að ræða áskorun til að fylla fréttaveitu fólks af jákvæðari fréttum og myndum, en ekki (bara) af faraldrinum sem gengur yfir heimsbyggðina.

 

Séð og Heyrt fékk leyfi til að birta nokkrar af þessum myndum.

Edda

Edda Björgvinsdóttir (fædd 1952) leikkona, eins árs.

Karl

Karl Sigurbjörnsson (fæddur 1947), fyrrum biskup, 12 ára. „Áskorun tekið! Tólf ára kúasmali í Flóanum.“

Gunnþór

Gunnþór Sigurðsson (fæddur 1960) tónlistarmaður, KR-ingur og starfsmaður Pönksafnsins, 8 ára. „Áskorun … Gúmmískór og allez.“

Margrét

Margrét Hrafnsdóttir (fædd 1970) athafnakona, 24 ára. „Það var alla vega hægt að brosa yfir einhverju #áskorun.“

Sanna
Mynd hægri / Hallur Karlsson

Sanna Magdalena Mörtudóttir (fædd 1992) borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, 13 ára. „Áskorun tekið, 13 ára að halda upp á afmælið mitt, árið 2005. Voðalega grönn eitthvað.“

Gylfi

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson (fæddur 1964), dósent í Háskóla Íslands, 16 ára. „Jú, jú, fékk öll þessi like í hausinn, áskorunin tekin.“

Hlynur

Hlynur Jakobsson (fæddur 1970), tónlistarmaður og veitingamaður á Horninu, 14 ára. „Áskorun tekið, 1984.“

Diddi

Sigtryggur Ari Jóhannsson (fæddur 1974) ljósmyndari, 13 ára. „Unglingamynd. Ca. 1987 í Pólgötunni á Ísafirði.“

Jóhann Páll

Jóhann Páll Valdimarsson (fæddur 1952), fyrrum bókaútgefandi, 18 ára. „Ein frá í fyrra.“

Kristjón
Mynd hægri / Sigtryggur Ari

Kristjón Kormákur Guðjónsson (fæddur 1976), ritstjóri frettabladid.is, 17 ára. „Einu sinni var maður algjört 17 ára krútt!“

Rúnar
Mynd hægri / Spessi

Rúnar Þór (fæddur 1953) tónlistarmaður, 14 ára. „Áskorun 14-15 ára gaur, Jagger.“

 

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Lilja Ósk nýr formaður SÍK

Lilja Ósk Snorradóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus var á fimmtudag kjörin formaður stjórnar Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda,...