2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Frumvarp á fermingaraldri samþykkt

  Alþingi samþykkti í vikunni lög um vernd uppljóstrara, en markmið þeirra er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.

   

  Ágúst Ólafur Ágústsson er á meðal þeirra sem fagnar lagasetningunni, og segir góða hluti taka langan tíma. Rifjar hann upp að „komin eru 14 ár síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um vernd heimildarmanna fjölmiðla og uppljóstrara. Þar á undan hafði Bryndís Hlöðversdóttir, núverandi ráðuneytisstjóri, lagt fram slíkt mál. Það var síðan ekki fyrr en í gær þar sem sérstök lög um vernd uppljóstrara voru loks samþykkt á Alþingi. Voru það virkilega ánægjuleg tímamót enda tryggja þessi lög aukið tjáningar- og upplýsingafrelsi. Það er hægt að fagna af minna tilefni.“ Það er því nokkuð ljóst að frumvarp Ágústs Ólafs fékkst loksins samþykkt í breyttri mynd, komið á fermingaraldur.

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum