Fyrstu vörur samstarfs IKEA og LEGO

Deila

- Auglýsing -

Í fyrra var tilkynnt um samstarf risanna Ikea og Lego, og komu fyrstu vörurnar í sölu í verslun Ikea í Mannheim í Þýskalandi.

 

Línan heitir BYGGLEK og samanstendur af þremur stærðum geymslukassa og Lego setti, þar sem þú getur byggt húsgögn og eru Legokallar hluti af settinu.

Skemmtilegt!

Geymsluboxin eru í þremur stærðum, lítið (26x18x12 cm) sem kostar 12.99 evrur, miðjuboxið (35x26x12 cm) kostar 14.99 evrur og samsetta boxið (3 hlutir) kostar  9.99 evrur. Legosettið, sem inniheldur 201 Lego kubba, kostar 14.99 evrur.

Boxin þrjú

Í grein á vef promobricks sagði að aðdáendur Lego yrðu þó líklega margir vonsviknir því BYGGLEK fæst ekki í vefverslun Ikea, heldur aðeins í þessari einu verslun. Seinna var greinin uppfærð, þar sem svo virðist sem sölu varanna hafi verið þjófstartað. Allar vörurnar, merkimiðar og annað voru fjarlægðar úr versluninni. Starfsmenn voru síðan ekki með það á hreinu hvenær vörurnar yrðu til sölu, og voru svörin frá ágúst til októberbyrjunar.

Við bíðum spennt
- Advertisement -

Athugasemdir