Gaf eiginkonunni árlegt frammistöðumat og einkunn – Færni í kynlífinu meðtalin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sophie Stares fékk nýlega „árlegt frammistöðumat“ frá eiginmanni sínum og sjálfskipuðum yfirmanni Chris, og netverjum sýnist sitt um athugasemdir hans.

Hjónin, sem eru búsett í Berkshire í Englandi, hafa verið gift í 14 ár og eiga fimm börn saman. Chris bauð eiginkonu sinni í hádegismat á pöbb þar sem hann afhenti henni skjal upp á tvær blaðsíður, þar sem hún fékk einkunn fyrir hvert og eitt verk sem tilheyrir hjónabandi þeirra og heimilislífi, líkt og hann væri yfirmaður hennar.

Sophie við afhendingu skjalsins

Í skjalinu eru einkunnir fyrir 18 atriði heimilislífsins, þar á meðal fyrir hæfni hennar í svefnherberginu.

Í athugasemdum gerir Chris meðal annars grín að því að eiginkona hans er ófús til að taka gagnrýni og færni hennar þegar kemur til átaka í sambandinu, og bætir við að þau þurfi bæði að bæta sig í þessum samskiptum.

Til að toppa skjalið og einkunnagjöfina, þá bætti Chris við „árangursumbótaáætlun“ til að hvetja eiginkonuna til að viðurkenna að eiginmenn hafi stundum rétt fyrir sér.

Sophie hefur síðan grínast með að það hafi verið skynsamlegast af honum að afhenda henni skjalið á almannafæri. Hún segist þó vera ánægð með að hafa fengið ágætiseinkunn á fjölmörgum sviðum.

Chris fer ekki náið í einkunnagjöfina, en þó gefur hann eiginkonu sinni góða einkunn fyrir kunnáttu hennar í rúminu. Hann segir að honum finnist einkunnagjöf sín eiga fullan rétt á sér, en muni þó líklega sjá eftir að hafa gefið eiginkonunni skjalið.

Í skjalinu segir meðal annars: „Þrátt fyrir erfitt ár hefur Sophie Shares náð að viðhalda sterkum starfsanda og tekist að halda húsinu og fjölskyldunni í venjulegu horfi. Það hafa komið tímabil þar sem ágreiningur hennar og samvinna hefur verið léleg, en yfirstjórn hennar hefur oft álitið það skiljanlegt miðað við þær óvenjulegu aðstæður sem við höfum lent í árið 2020. Við munum leita að nýrri nálgun frá Sophie Stares hvað þetta varðar þegar heimurinn verður eðlilegur árið 2021.“

Hluti af skjalinu

„Birgðatap þýddi óþarfa aukningu á útgjöldum til bakaðra bauna sem þurfti að borða á síðasta fjórðungi ársins og olli því að lítilsháttar fjárhagsleg uppstokkun varð til þess að koma til móts við þessi innkaup, en það var eitthvað sem var auðvelt að stjórna.

Hins vegar eigum við í hættu um að verða helsti hamstrari hrísgjóna í heiminum. Sophie heldur áfram að þroska og bæta styrk sinn með frábærum árangri bæði í þvotti og straujun árið 2020.

Máltíðir héldu áfram að vera árangursríkar hjá Sophie Stares og ég vona að eigi eftir að sjá þann árangur til lengri tíma.

Það væri best fyrir hana sjálfa ef hún gæti hætt að ganga frá hlutum sem er þegar búið að ganga frá.

Stjórnunarhæfileikar hennar halda áfram að koma okkur öllum á óvart og áreiðanleiki hennar er engu líkur.

Sem hennar næsti yfirmaður þá sé ég að það eru svið þar sem við getum þróast, en heilt yfir þá hef ég ekkert nema jákvætt að segja um Sophie og árið hingað til.“

Hluti af skjalinu

Hjónin deildu skýrslu eiginmannsins á Facebook, þar sem hún vakti fljótlega athygli og fékk fjölda læka og athugasemda. Sumum fannst þetta bráðsniðug hugmynd, og einn þeirra skrifaði: „Eiginmaður þinn er goðsögn og þú ert algjör engill að þola hann.“

Aðrir voru ekki eins hrifnir og sögðu margir brandarann úreltan og niðurlægjandi.

„Omg ég væri til í að renna til hans og segja honum að troða skjalinu þar sem sólin skín ekki,“ skrifaði einn.

„Mér finnst þetta alls ekki fyndið! 2020, meira eins og 1920,“ skrifaði annar.

„Þetta er ekki fyndið og hreinlega niðurlægjandi. Ég yrði brjáluð ef eiginmaður minn teldi sig vera yfirmann minn.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Hannes og Karen Ósk nýtt par

Hann­es Stein­dórs­son, fast­eigna­sali og einn eigenda Lind fast­eigna­sölu og Karen Ósk Þorsteinsdóttir, flugfreyja og naglasérfræðingur, eru nýtt...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -