• Orðrómur

Garðveisla fyrir fjölskylduna að evrópskri fyrirmynd

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistar og matarhátíðin Garden Party verður haldin í fyrsta skipti á grasbala Þróttara í Laugardal 14. ágúst. Hátíðin, sem stendur yfir frá hádegi til 21:30, er hugsuð sem lítil bæjarhátíð fyrir Reykjavík þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér í öruggu og hlýlegu umhverfi.

Í tilkynningu frá skipuleggjanda viðburðarins Herra Örlygi segir að fyrirmyndin sé sótt til bæjarhátíða sem tíðkist víða í Evrópu þar sem fjölbreytt skemmtun fyrir allar kynslóðir fái að njóta sín.

Margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma fram á hátíðinni og þegar hafa Bubbi, Bríet, Emmsjé Gauti, Friðrik Dór, GDNR, Hipsumhaps og Sigrún Stella staðfest komu sína. Leynigestir munu einnig mæta og fleiri listamenn gætu bæst við.

- Auglýsing -

Mat­ar­vagn­ar frá Reykja­vík Street­food tryggja fjöl­breytt matar­úr­val ásamt mikl­um grill­meist­ur­um. Lengsti bar á ís­landi trygg­ir öll­um ís­kald­ar veig­ar og loks verður veg­legt kampa­vín­stjald þar sem bubbl­ur af öll­um stærðum og gerðum verða á boðstól­um.

Leiktæki og skemmtilegheit verða á staðnum fyrir yngstu gestina. Miðaverð á hátiðina er 3900 krónur fyrir fullorðna, 2000 fyrir yngri en 12 ára og frítt inn fyrir yngri en 6 ára. Aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd með fullorðnum en miðasala hefst á Tix þann 19. júlí.

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -