2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Gary Barlow gleður í samkomubanni: Dúettar í beinni

  Söngvarinn Gary Barlow er einn margra listamanna sem brugðið hafa á það ráð að hafa ofan af fyrir sér og öðrum í samkomubanni með því að deila tónlist á samfélagsmiðlum.

   

  Barlow er þekktastur fyrir að vera einn meðlima strákasveitarinnar Take That, en hann hefur einnig afkastamikill lagahöfundur og á fjölda laga, sem hann hefur samið fyrir sveitina og sem sólólistamaður, sem ratað hafa á vinsældalista um allan heim.

  Barlow er núna búinn að birta fjögur myndbönd á Facebook-síðu sinni, og nefnir hann þau: The Crooner Sessions. Í því fyrsta er hann einn.

  AUGLÝSING


  Í myndbandi tvö tekur írski söngvarinn og keppinautur Barlow í strákasveitabransanum, Ronan Keating, lagið með honum.

  Í því þriðja mætir Joshua Scott „JC“ Chasez meðlimur bandaríku NSYNC.

  Og í því nýjasta stekkur breski tenórinn Alfred Giovanni Roncalli Boe á svið og þeir félagar taka smell Queen, Don´t Stop Me Now.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum