2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Gifti Ronaldo sig eða ekki?

  Ítalska slúðurblaðið Novella 2000 heldur því fram að fótboltakappinn Cristiano Ronaldo hafi gengið að eiga unnustu sína og barnsmóður, Georgina Rodriquez, í leynibrúðkaupi í Marokkó.

   

  Parið hefur verið saman frá árinu 2015 og eiga saman tveggja ára gamla dóttur, en Ronaldo átti þrjú börn fyrir sem hann eignaðist með aðstoð staðgöngumóðir.

  Dagsetning á brúðkaupinu er eitthvað á reiki, talað er um maí eða ágúst, en slúðurblaðið lofar að birta nánari fréttir um málið. Tilgreina þeir ónafngreindan heimildarmann, sem á að vera náinn parinu og hafa eftir honum: „Ég skildi allt 29. ágúst. Á þeim degi fór Ronaldo til Madeira og átti fund með lögfræðingum sínum þar sem hann breytti erfðaskrá sinni til að gæta hagsmuna Georginu.“

  Talsmenn Ronaldo neita því að brúðkaupið hafi átt sér stað og tala um „falsfréttir.“

  AUGLÝSING


  Fyrr á árinu viðurkenni Rodriquez að hún væri meira en til í að giftast Ronaldo einn góðan veðurdag, neitaði hún hins vegar þá að þau væru trúlofuð.

  Ronaldo tók í sama streng í viðtali fyrir nokkrum vikum við Piers Morgan. Sagðist hann að Rodriquez hefði hjálpað honum mikið og auðvitað væri hann ástfanginn af henni. „Við munum gifta okkur einn daginn, það er á hreinu. Það er líka draumur mömmu.“

  Setningin sem gerði allt vitlaust

  Í ágúst kynti Rodriquez undir sögusögnum um brúðkaup, þegar hún birti meðfylgjandi mynd í Insta story. „Bíð eftir eiginmanninum mínum, laugardagskvöld.“ En kannski var þetta bara ekki svo dulin skilaboð til Ronaldo um að drullast á hnén?

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum