Fimmtudagur 2. desember, 2021
1.8 C
Reykjavik

Gísli Marteinn fastur í Ófærð: „Af hverju talar Gunnar Oddsson ensku við Danish Hopper?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsstjarna tísti nýverið á Twitter-reikningi sínum að honum fyndist eins og aðdáendum Ófærðar hefði fækkað undanfarið. Nú hafa verið sýndir þrír þættir af nýjustu seríu hinnar geysivinsælu þáttaraðar og bíða eflaust margir spenntir eftir þeim fjórða.

„Mér finnst smá einsog það hafi fækkað í hópi okkar sem erum grjóthörð á ófærðarvagninum. Ég er amk klár í 4. þátt í línulegri og tilbúinn í allskonar vendingar og tvist í plottinu. Koma sohh Andri, Hinrika og Trausti!“ segir Gísli Marteinn í tístinu.

Gísli Marteinn bætir svo við spurningum sem hafa plagað hann, í næsta tísti.

„Alvöru spurning til Ófærðar-þjóðarinnar: Af hverju talar Gunnar Oddsson (Halli Stefáns) ensku við Danish Hopper? Er Danish ekki móðurbróðir hans og hálf ól hann upp í Danmörku? Var Gunnar bara á enskunni árum saman sem barn í Danaveldi? Var hann ekki í skóla þar? Skýr svör takk.“

Enn og aftur var Gísli Marteinn með hugann við Ófærð á Twitter í gær.

„Kannski var Gunnar bara í Danmörku í stuttan tíma sem smákrakki, en ólst svo upp hér þangað til á unglingsaldri en fór þá út og nennti ekki að læra dönsku? Hver veit. En ef Danish Hopper er móðurbróðir hans, er hann þá ekki íslenskur? Af hverju talar hann ekki íslensku?“

- Auglýsing -

Þetta eru þarfar spurningar sem Gísli Marteinn ætti að geta spurt næst þegar Baltasar Kormákur mætir í settið hjá honum í Vikunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -