Góðverki Tobbu stolið: „Heilinn í honum er eitthvað að fúna“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tobba Marínósdóttir athafna- og fjölmiðlakona, lenti í því um helgina að matarpoka sem hún skildi eftir fyrir tengdaföður sinn var stolið af óprúttnum aðila.

 

Tobba hefur síðustu daga lagt sitt af mörkum og farið með matargjafir til vina og ættingja sem eru í sóttkví. Fór hún með matarpoka til tengdaforeldra sinna í Hamraborg í Kópavogi og skildi pokann eftir fyrir utan eftir að hafa hringt í tengdaföður sinn og látið hann vita að pokinn biði hans.

„Ég er alin upp í Kópavogi og það er gott fólk hérna og ég hugsaði: Ég ætla nú ekki að detta í þann forarpytt að hugsa að ég geti ekki skilið eftir poka í tvær mínútur í Hamraborginni. Það væri aðeins of,” sagði Tobba í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun.

Í gjafapokanum var handgert granola frá Tobbu og nokkrir bjórar, sem Tobba setti við skilti við íbúðahótel tengdaforeldranna.

„Hann [tengdapabbi] er bara að tala við mig í símann og hann segir: Já, ég sé skiltið. Ég rölti niður. Og á mínútum er pokinn tæmdur,“ sagði Tobba.

Þjófurinn virtist þó ekki hrifinn af pokanum sjálfum, því hann skildi hann eftir, en um var að ræða bleikan gjafapoka.

„Það sem mér finnst svo „spes“. Af hverju tók fíflið sem stal þessu ekki pokann?,” spyr Tobba.

„Ég hugsaði bara sem svo að tengdapabbi fær þá bara nýjan poka. Þessi einstaklingur sem fann sig knúinn til að stela handgerða granóla-inu mínu þarf greinilega á góðri næringu að halda því að heilinn í honum er eitthvað að fúna,“ sagði hún.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira