Grandi Mathöll: Fjör, frábær tónlist og matur um verzló

Deila

- Auglýsing -

Grandi Mathöll býður upp á skemmtilega dagskrá um verslunarmannahelgina. Frítt er inn á alla viðburði og það er ekkert aldurstakmark. Nóg rými er fyrir gesti og gangandi bæði inni í Mathöll og einnig á útisvæðinu við höfnina. Sérstakt rými verður í boði fyrir gesti sem vilja sitja saman og viðhalda tveggja metra reglunni.

Dagskráin skiptist í fjögur hólf alla daga. Grillað verður tvisvar á dag með ljómandi góða músík í græjunum. Happy hour og viðburðir eru milli 14:00 – 18:00 og svo verður stemningin keyrð upp klukkan 20:00 með plötusnúðum eða lifandi tónlist. Ásamt auglýstri dagskrá verður fleira skemmtilegt að gera eins og til dæmis dorg veiði og borðtennis.

Tímaslot föstudag til sunnudags:
11:00 – 14:00 = Grill & Tjill
14:00 – 18:00 = Glös & Gleði
18:00 – 20:00 = Grill & Grúv
20:00 – 22:00 = Partístund

Dagskráin

Föstudagur
Kl. 20:00 – Dj Steinar Fjeldsted.

Steinar Fjeldsted

Laugardagur
Kl.15:00 – Tónleikar með Johnny & The Rest.
Kl. 20:00 – Tónleikar með Mæðraveldinu.

Johnny & The Rest.

Mæðraveldið

Sunnudagur
Kl. 15:00 – Sápukúludiskó fyrir krakka með Dj Story🦄Light.
Kl. 20:00 – Bryggjusöngur með Arnari Friðriks trúbador.

dj story light

Arnar Friðriks

Viðburður á Facebook.

Dj Steinar Fjeldsted

Steinar Fjeldsted hefur komið víða við í tónlistinni en hann er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Quarashi. Sveitin gekk gríðarlega vel og landaði bandið risa samning við Sony / Columbia í Bandaríkjunum. Þeir túruðu heiminn með nöfnum eins og Eminem, Guns & Roses, Cypress Hill og Pharrell Williams svo eitthvað sé nefnt. Tónlistin er aldrei langt undan en Steinar hefur verið að DJ-a um árabil og eru hans aðal stefnur House og Hip Hop.

Johnny And The Rest

Johnny And The Rest spilar blús með rokkuðu og sækadelísku ívafi. Sveitin hefur starfað frá 2005 með hléum, hefur gefið út tvær hljómplötur auk fjölda smáskífna. Sveitin er einkum þekkt sem tónleikaband og spilar reglulega á öldurhúsum Reykjavík og ferðast út á land á sumrin. Einnig hefur sveitin spilað á helstu tónlistarhátíðum Íslands eins og Iceland Airwaves, Secret Solstice og Blúshátíð Reykjavíkur svo fátt eitt sé nefnt. Meðlimir Johnny And the Rest eru Bragi Eiríkur Jóhannsson (Poor Johnson), Guðmundur Þór Gunnarsson (Gambling Joe), Hrafnkell Már Einarsson (Son Bobby Son Son) og Jóhann Jónson (Boogieboy Johnson).

Mæðraveldið

Hipp hopp danssveitin Mæðraveldið gaf út nýverið sína fyrstu plötu. Það er fjögurra laga EP plata með sama nafni. Hún er aðgengileg á öllum helstu streymiveitum og netbúðum. Hljómur Mæðraveldisins er fjölbreyttur, allt frá klúbba kuduro (upprunið í Angóla) til g-fönks (vesturströnd BNA) og ragga/dancehall.

Yrkisefni er sömuleiðis mörg, rómantík, jafnrétti kynjanna og brestir í nýfrjálshyggjusamfélagi. Mæðraveldið er skipað þeim Þórdísi Claessen, sem leikur á bassa, Margréti G. Thoroddsen, sem syngur og leikur á hljómborð og gervla, og Sesar A sem forritar trommur, rappar og syngur.

Fyrsta stuttskífa Mæðraveldisins er lagið Mæðraveldið af samnefndri plötu. Hún er byrjuð að hljóma á öldum ljósvakans.

Dj Story🦄Light

Dj Story🦄Light hefur frà blautu barnsbeini elskað tónlist og að gleðja aðra þannig að það là beinast við að gerast Dj, 7 àra var hún farin að spila à hàtíðum um allt land, hun hefur spilað à Solstice, Kàtt à klambra og Klikkuð menning svo eitthvað sè nefnt, hún spilar tónlist sem hún fýlar og er stundum með tónlistarfróðleik à milli laga. Komdu að dansa með Dj Story🦄Light.

Arnar Friðriks

Arnar hefur til fjölda ára sungi og leikið tónlist af ástríðu. Hann tók á sínum tíma þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna og Bandinu hans Bubba og landaði þar verðlaunasætum. Arnar hefur getið sér gott orð sem trúbador og skemmt á fjöldan allan af stöðum víðs vegar um landið. Hann er einn af ötulustu stuðningsmönnum Íslenska landsliðsins í fótbolta sem meðlimur tólfunnar.

 

- Advertisement -

Athugasemdir