2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Greta Salóme ætlar að skilja við sykur í 8 vikur: „Ég er tónlistarkona ekki næringarfræðingur“

  Greta Salóme söngkona og tónlistarkona stofnaði í gærkvöldi Facebook-hópinn Sykurlaust sumar. Hópinn stofnaði Greta Salóme sem stuðning fyrir þá sem eru í svipuðum hugleiðingum og hún, en vantar aðhald, hugmyndir að uppskriftum og hvatningu til að hætta að borða sykur.

   

  „Ég byrjaði í dag og ætla næstu átta vikur að vera í prógrammi, sem felst einungis í því að borða ekki sykur,“ segir Greta Salóme. Í hópnum birti hún skjáskot úr bókinni I Quit Sugar eftir Sarah Wilson, en það má sjá hér fyrir neðan þar sem hver vika er listuð niður. Aðspurð segist Greta Salóme nota sumt úr bókinni, en annað ekki.

  Þegar eru meðlimir orðnir nær 1000 og segist Greta Salóme ekki hafa átt von á þessum viðbrögðum. Hópurinn er ekki æfingaprógramm, nammikúr eða annað, því eins og Greta Salóme segir sjálf, „ég er tónlistarkona, ekki næringarfræðingur,“ þar sem fjölmargir hafa sent henni fyrirspurn um hverjar reglurnar séu, hvað má og hvað má ekki.

  AUGLÝSING


  „Ég er ekki að fara að búa til nein boð eða bönn,“ segir Greta Salóme, sem byrjaði sjálf í prógramminu í dag. „Það sem ég ætla persónulega að leggja áherslu á er að sleppa öllu sem heitir sætindi og eitthvað með viðbættum sykri og setja mér persónuleg markmið í æfingum.“

  „Öllum er velkomið að vera með, fá stuðning hjá öðrum í hópnum, deila uppskriftum og góðum ráðum með okkur hinum og bara almennt vera hvetjandi og jákvæð næstu vikurnar,“ segir Greta Salóme.

  „Og fyrir þá sem byrjuðu í dag get ég huggað ykkur við að það eru ekki nema 55 dagar eftir.“

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum