Greta Salóme missti meðvitund vegna nýrnasýkingar: „Ég er svo þakklát að hafa ekki komist upp í þessa flugvél“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Greta Salóme tónlistarkona var flutt á spítala fyrir rúmri viku eftir að hafa misst meðvitund á Keflavíkurflugvelli. Hún var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en vegna ástands hennar var hún flutt á bráðamóttöku Landspítalans.

 

„Ég byrjaði að vera slöpp upp úr áramótum, ég var búin að vera að spila á fullu, á tónleikum á nýársdag og styrktartónleikum, og hélt að ég væri bara með flensu,“ segir Greta Salóme í samtali við Mannlíf. „Ég átti að fljúga til Bandaríkjanna að spila á tónleikum hjá Norwegian Cruise Lines, og fer til læknis um morguninn 6. janúar. Þá var ég komin með 40 stiga hita, farin að sjá óskýrt og með einhvern skrýtinn bakverk, sem ég hef aldrei fengið áður. Mér leið bara alveg skelfilega.“

Læknirinn sagði Gretu Salóme vera komna með nýrnasýkingu og gaf henni sýklalyf, sem kom svo í ljós að dugðu ekki til. „Seinnipartinn næ ég að drösla mér á Keflavíkurflugvöll og í gegnum öryggisgæsluna, en átta mig svo á því að ég er ekki að ná að fara gangandi að brottfararhliðinu. Þannig að ég fer niður í farangursupplýsingarnar og ræði við starfsfólkið þar um að ég þurfi að fá töskuna úr vélinni. Síðan man ég bara ekkert meira,“ segir Greta Salóme, sem missti meðvitund þar og hneig niður.

„Þau pössuðu svo vel upp á mig“

Greta Salóme þakkar starfsfólkinu á Keflavíkurflugvelli fyrir að hafa hlúð að sér eftir að hún missti meðvitund. „Þau voru svo góð og yndisleg og pössuðu svo vel upp á mig,“ segir Greta Salóme, sem var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, og svo þaðan á bráðamóttökuna í Fossvogi.

Aðspurð um hvort læknirinn hafi ekki gert athugasemdir við að hún flygi í þessu ástandi svarar Greta Salóme að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið var. „Og ég í raun ekki heldur, þetta gerist svo fljótt þegar sýkingin kemst í blóðið. Ég geri líka oft minna úr hlutunum, en hitt. Ég ætlaði mér að komast í flugvélina, út og halda tónleikana.“

Tónleikarnir sem Greta Salóme átti að halda voru hjá Norwegian Cruise Lines, en hún hefur spilað á fjölda tónleika hjá þeim. „Þegar eru 3000 manns að bíða þá vill maður helst komast á staðinn og halda „show-ið“ og standa við sínar skuldbindingar. Mér finnst líka skemmtilegra að vinna en vera heima. Ég er náttúrulega algjör vinnualki.“

View this post on Instagram

Kidney infection 𝟎 – 𝟏 Greta Salóme 💪🏻⁣ ———⁣ Last week was rough 🤦🏼‍♀️ but on the plus side 2020 is gonna be upwards from now on 😂👏🏻👏🏻⁣ ———⁣ Spent my last week at the hospital after passing out at the airport on my way to The States 🇺🇸 to do a concert. Turns out that what I thought was the flu was a kidney infection that had spread to the bloodstream 🤢 Definitely don’t recommend it ❌⁣ ———⁣ I NEVER get sick like this so I have a new outlook on health. It’s never guaranteed and I’ve taken it for granted most of my life simply because I haven’t had to think about it….⁣ ———⁣ Here’s to a great, healthy rest of the year filled with music, travel, friends, family and overall good stuff 🥂 ⁣ ———⁣ #2020 #musician #singer #violinist #travel #tour

A post shared by 𝐆𝐑𝐄𝐓𝐀 𝐒𝐀𝐋Ó𝐌𝐄 (@gretasalome) on

„Þau eru mögnuð, algjörar ofurhetjur“

Greta Salóme segir að fram að þessu hafi hún aldrei verið veik.

„Þetta er ótrúlega ólíkt mér og ég hef aldrei misst heilsu og verið svona algjörlega bjargarlaus. Ég missti tilfinningu í höndum, fann ekki fyrir vörunum á mér og sá ekki skýrt. Ég datt bara út, komin með 41 stiga hita og þetta var bara alveg ömurlegt. Mæli ekki með.“

„Þetta er ótrúlega ólíkt mér og ég hef aldrei misst heilsuna þannig að ég hafi ekki getað gert það sem ég þarf að gera og verið svona algjörlega bjargarlaus,“ segir Greta Salóme aðspurð um hvernig hafi verið að vera í þessu ástandi.

Henni finnst mikilvægt að fram komi að heilbrigðisstarfsfólkið, bæði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og á bráðamóttökunni hafi verið einstakt. „Ég veit ekki úr hverju þetta fólk er, þau eru bara mögnuð, algjörar ofurhetjur.  Þau vinna við ömurlegar aðstæður, ég var flutt á einar 4-5 deildir á fimm dögum, það var sama hvar ég kom, það voru allir alveg ótrúlegir og fáránlega gott viðmót sem maður fékk alls staðar þrátt fyrir ömurlegar aðstæður sem þau vinna við. Þau eiga svo miklu betra skilið, en ástandið sem þau vinna við í dag.“

Gretu Salóme er ástandið á bráðamóttökunni hjartans mál. „Það stendur manni nærri þetta ástand, föðurbróðir minn, Páll Heimir, var sendur of snemma heim af spítala í nóvember og fékk síðan blóðtappa og lést,“ segir Greta Salóme. Páll Heimir var 57 ára, 6 barna faðir, og hefur ekkja hans rætt um málið í fjölmiðlum.

„Ég var í ömurlegu ástandi og þetta hefði getað farið svo miklu miklu verr, ef ég hefði komist um borð í flugvélina.“

„Ég er svo sammála Dísu, ekkju hans, að heilbrigðisstarfsfólk á betra umhverfi skilið svo að svona hlutir gerist ekki. Ég var í ömurlegu ástandi og þetta hefði getað farið svo miklu miklu verr, ef ég hefði komist um borð í flugvélina. Ég fór af stað af því mér leið betur seinnipart dagsins, en um leið og ég kom á völlinn, þá snarversnaði mér. Ég hélt ég væri bara með flensu, hafði aldrei heyrt um nýrnasýkingu áður, en svo var sýkingin komin í blóðið, sem er mjög hættulegt. Það var mjög „skeirí“ að vera svona bjargarlaus.“

Greta Salóme segist hafa farið með blómvönd í þakkarskyni til fólksins á Keflavíkurflugvelli sem hlúði að henni. „Það er gott fólk alls staðar og þau voru alveg mögnuð. 2020 er algjörlega upp á við héðan í frá. Ég bara verð aldrei veik og ef ég er eitthvað lasin þá harka ég það bara af mér, þannig að þetta var öðruvísi upplifun. Ég er svo þakklát að hafa ekki komist upp í þessa flugvél,“ segir Greta Salóme.

„Ég er bara orðin ég sjálf aftur, og er að nálgast 100% Ég er að fara út á þriðjudag að spila fyrir sama aðila, Norwegian Cruise Lines. Ég er með frábæra umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum, sem fór strax í málin þar.“

Greta Salóme er núna að taka því rólega heima fram yfir helgi „Það sem er erfiðast núna er að taka því rólega heima, þó það séu bara örfáir dagar. Mér finnst ekki skemmtilegt að vera bara svona heima og gera ekkert.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Zlatan með COVID-19

Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic leikmaður AC Milan hefur greinst með COVID-19, en félagið greinir frá í tilkynningu...