Grínað í Kína

Deila

- Auglýsing -

Heyrst hefur

…að þrír grínistar séu með áætlun um að sigra Kína, þó ekki á prenti heldur með uppistandi. Bjarni Baldvinsson, Helgi Steinar Gunnlaugsson og Þórhallur Þórhallsson eru lagðir af stað í 15 daga ferð, Grínað í Kína. Munu þeir þó ætla að hafa vaðið fyrir neðan sig og skauta fram hjá viðkvæmum málefnum, eins og stjórnmálum. Samfélagsmiðlar eru líka á bannlista og því er rétt að setja áminningu í dagatalið og hringja í Gulla Þór í utanríkisráðuneytinu ef ekkert heyrist í þremenningunum eftir 21. nóvember.

- Advertisement -

Athugasemdir