Grindvíkingar blóta rafrænt í ár: „Heima með Helga, í enn eitt fokking sinn!“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Grindvíkingar halda árlegt þorrablót sitt laugardagskvöldið 20. febrúar á síðasta degi þorra. Sökum kórónuveirufaraldurs og samkomutakmarkana verður þorrablótið rafrænt í ár og er öllum landsmönnum boðið að vera með.

Í kvöld gaf þorrablótsnefndin út söngmyndband þar sem þau kynna blótið til sögunnar. Bjarki Guðmundsson gerði hnyttinn texta á íslensku viðlag hljómsveitarinnar Queen, The Show Must Go On, eða Sýningin verður að halda áfram, og það ætla Grindjánar svo sannarlega að gera og skemmta sér í streymi.

Fjölskipuð þorrablótsnefnd hefur árlega veg og vanda af því að skipuleggja þorrablótið sem haldið er í íþróttamiðstöð Grindavíkur og hefur það ávallt verið sótt af hundruðum heimamanna og gesta þeirra.

Freyr Eyjólfsson verður veislustjóri, kórinn Grindavíkurdætur og Sílamávarnir munu skemmta og þorramyndband verður í boði. Streymt verður frá Kvikunni menningarhúsi Grindvíkinga. Nefndin fékk í ár afnot af stóra sal Kvikunnar þar sem áður var saltfisksýningin Saltfiskur í sögu þjóðar, sem nú er komin á efri hæðina.

Hægt verður að nálgast streymið á Facebook síðu Þorrablóts Grindvíkinga og Facebook síðu bæjarins. 

Frítt er á blótið, en áhorfendur streymisins eru hvattir til að borga það sem þeim finnst sanngjarnt. Allur ágóði rennur beint til körfubolta- og knattspyrnudeilda UMFG. Einnig eru seldir miðar í happdrætti UMFG þar sem stórglæsilegir vinningar að heildarverðmæti vel á aðra milljón króna eru í boði.

Frjáls framlög má leggja inn á reikning 0143-05-015300, kennitala 550591-1039.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -