Grínstöllurnar snúa aftur

Deila

- Auglýsing -

Tilkynnt var um helgina að gamanleikkonurnar Tina Fey og Amy Poehler munu snúa aftur sem kynnar á Golden Globes verðlaunahátíðinni 2021.

 

„NBC hefur lengi verið heimili tveggja fyndnustu einstaklinga á plánetunni, Tina Fey og Amy Poehler, og við vildum ekki bíða lengur með að deila þeim gleðifregnum að þær munu kynna Golden Globes að nýju,“segir Paul Telegdy stjórnarformaður NBC Entertainment.

„Það er ekki hægt að neita því að grínkemistría Tinu og Amy er einstök,“ segir Lorenzo Soria formaður samtaka erlendra blaðamanna í Hollywood (HFPA). „Við getum ekki beðið eftir að sjá dínamít dúóið mæta aftur á svið Golden Globes.“

Stöllurnar munu koma fram í fjórða sinn sem kynnar á hátíðinni, en áður voru þær árin 2013, 2014 og 2015.

- Advertisement -

Athugasemdir