Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Guðjohnsen bræðurnir stimpla sig inn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland sigraði Liechtenstein á Laugardalsvelli í gærkvöldi, en lokastaðan varð 4-0.
Fleiri mættu á leikinn hjá landsliðinu í þessum leik eða tæplega 4.500 manns. Er það töluvert betri mæting en á síðasta leik Íslands á móti Armeníu síðastliðinn föstudag.

Ísland var yfir 2-0 í hálfleik og seinni tvö mörkin komu svo undir lok leiks. Þá höfðu Liechtenstein misst leikmann af velli og voru því einum færri síðasta hálftímann.

Stefán Teitur Þórðarson skoraði fyrsta mark Íslands. Albert Guðmundsson skoraði í tvígang úr vítaspyrnu og fjórða markið kom frá Guðjohnsen bræðrum, sem var mjög falleg stund.

Sveinn Andri kom boltanum á bróðir sinn, Andra Lucas sem skoraði sitt annað landsliðsmark og föðmuðust þeir innilega. Bræðurnir spiluðu saman í rúmar tíu mínútur og Eiður Smári, pabbi bræðranna og þjálfari var stoltur af þeim, og liðinu öllu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -