Guð­laugur Þór gekk á bíl og hlaut skurð af

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór Þórðarson, utan­ríkis­ráð­herra, varð fyrir því óhappi í dag að ganga á eigin vinnubíl. Birtir hann mynd af sér á Facebook, með plástur á nefi, haldandi á Mána, hundi hans.

 

Guðlaugur Þór segir við Fréttablaðið að blætt hafi úr nefi hans, en þetta sé nú ekkert til að hafa áhyggjur af.

„Ég var að skoða gamalt kort sem ég fann af krökkunum frá árinu 2015 og gekk svo á hornið á pallinum,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég verð seint talinn verk­laginn maður. Þannig alltaf þegar ég er að bar­dúsa má gera ráð fyrir ein­hverju þessu líku. Það blæddi svo­lítið úr þessu þannig Ágústa [John­son, eiginkona Guðlaugs Þórs] þurfti að­eins að pússla þessu saman.”

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira