Gunnar Már ekki hress með Andra Snæ: „Þú ert nú meira þunnildið maður“

Deila

- Auglýsing -

Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari og bókaútgefandi og Andri Snær Magnason rithöfundur eru ekki hressir með hvor annan.

 

Á nýútkomnum bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda er listi yfir mest seldu bækur ársins (fram að 8. desember) og hvílir bók Gunnars Más, Ketó – hormónalausnin, í 1. sæti en bók Andra Snæs, Um tímann og vatnið, í 4. sæti.

Andri Snær er greinilega ekki hress með sætið og samkeppnina því hann segir á Twitter að hann sé til í að lúffa fyrir kónginum Arnaldi og fínt að skáka glæpadrottningu. En að Ketó Hormólausnin verði mest selda bók ársins á Íslandi verði aldrei.

„Ég get ekki lesið annað út út þessu en að Andra Snæ finnist mikilvægara að við þjóðin lesum reyfara í stað þess að lesa bók sem getur stórbætt heilsuna og lífsgæðin. Þú ert nú meira þunnildið maður,“ segir Gunnar Már um þessi orð Andra Snæs.

- Advertisement -

Athugasemdir