Monika sem er 23 ára gömul og búsett í Vilnius í Litháen ákvað eftir að hún lauk námi í spænskri heimspeki að fylgja ástríðu sinni: förðun.
Hún er búinn að farða í tæp tvö ár og segist hafa fundið sig í því starfi. Hún segist elska að á aðeins nokkrum klukkustundum getur hún breytt sér í einhverja allt aðra.
Á Instagram má sjá fjölda mynda af hrekkjavökuförðun og það verður að segjast eins og er að það var bráðsnjöll hugmynd hjá Moniku að yfirgefa heimspekina.
AUGLÝSING