„Halda áfram að vinna við það sem ég elska, læra meira og vera zennaðasta útgáfan af sjálfri mér“

Deila

- Auglýsing -

Nýtt ár gefur tilefni til að líta yfir liðið ár, hvað var gott, hvað var slæmt og hvað mátti fara betur. Og skipuleggja árið sem er að byrja, setja sér markmið og jafnvel strengja áramótaheit. Séð og heyrt spurði Þórdísi Björk um hvað hafi staðið upp úr 2019, hvað 2020 ber í skauti sér og hvort hún setti sér áramótaheiti eða markmið.

 

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leik- og söngkona

„Árið 2019 var heilt yfir mjög gott. Margir persónulegir sigrar, ferðalög og góðar minningar með fjölskyldunni. Ég útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands í júní eftir krefjandi nám og það var mjög eftirminnilegur dagur. Kærastinn minn lét það loksins eftir mér að fá hund inn á heimilið, franskan bolabít, sem mig hafði lengi dreymt um. Svo tók ég upp plötu með Reykjavíkurdætrum í Berlín sem er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Þórdís um árið 2019.

En setti hún áramótaheit? „Já, mér finnst gott að hugsa aðeins til baka og leiða hugann að því sem ég hef lært. Finna hvað mig langar að bæta og gera öðruvísi á nýju ári. Ég lærði mjög mikið um sjálfa mig og aðra á síðastlinu ári og ég tek það með mér inn í 2020. Ég ætla að halda áfram að vera dugleg að hreyfa mig, umkringja mig góðu fólki og minnka kjötneyslu og fatakaup töluvert. Ég vona að sem flestir geri það. Svo kannski hætta að fylla heimilið mitt af plöntum.“

„Í lok mánaðarins frumsýni ég Vorið vaknar með Leikfélagi Akureyrar sem verður fyrsta verkið sem ég leik í eftir útskrift. Plata Reykjavíkurdætra kemur svo út í vor og planið er að fylgja henni eftir í sumar og fram á haustið. Fram undan eru mörg ferðalög og við fjölskyldan stefnum líka að góðu sumarfrí saman þegar mamma verður sextug. Stóra markmiðið er svo að halda áfram að vinna við það sem ég elska, læra meira og vera zennaðasta útgáfan af sjálfri mér,“ segir Þórdís um það sem fram undan er árið 2020.

View this post on Instagram

2019 var krefjandi og gott ár. Það sem ég lærði: – ✨ Hreyfing er meðal fyrir sálina mína ✨ Það er ógeðslega mikil vinna að eiga hvolp ✨ Í gegnum erfiðleika sérðu hverjir eru vinir í raun ✨ Svett er komið til að vera í mínu lífi ✨ Augnsýkingar geta alveg verið fyndnar þó þær séu líka traumatizing ✨ Hvolpasveit er einsog amfetamín fyrir lítil börn ✨ @respectfulmom er haldreipi fyrir mig í uppeldi ✨ Hamingja er ákvörðun, hamingja er vinna og ég ein ber ábyrgð á minni eigin hamingju ✨Amino og infrared sauna er life (ekki saman samt) ✨ Það er ekki smart að kaupa sér rosa mikið af fötum, nægjusemi er nett ✨ Að samgleðjast vinum sínum (og öðrum) er mjög auðvelt ef þú ert búinn að lækna þitt eigið óöryggi ✨ Móðurhlutverkið breytir þér og breytir öllu, klisja en svoleiðis er það bara samt ✨ Að vinna við það sem þú elskar eru forréttindi ✨ Að vinna yfir sig endar aldrei vel ✨ Ég gæti ekki gert helminginn af því sem ég geri ef ekki væri fyrir allt fólkið mitt ✨ Fjölskylda er ofar öllu ✨ Húmor er lykill sem læknar allt ✨ Mamma og pabbi eru líka mamma og pabbi Bjarts og það er ómetanlegt ✨ Allir fá sinn blómstrunartíma ✨ Fólk segir allskonar og það er alltílæ ef þú veist hver þú ert ✨ Makeup er overrated en brúnkukrem er guðs gjöf ✨ Enginn er fullkominn og allir eru að díla við eitthvað ✨ Best er að sjá það besta í fólki ✨ Fyrirgefning er styrkur ✨ Ég get miklu miklu meira en ég held ✨ Öllum er drull – – Takk fyrir gjafirnar 2019. BRING IT 2020. Ég vona að það verði gæfuríkt og lærdómsríkt fyrir ykkur öll. 🎉

A post shared by DÍSA (@thordisbjork) on

- Advertisement -

Athugasemdir