Halda opið svið í 50. sinn

Deila

- Auglýsing -

Í kvöld heldur hljómsveitin ¾ opið svið í 50. sinn á veitingastaðnum Fish House í Grindavík.

Hljómsveitin er skipuð upphafsmanninum Halldóri Lárussyni á trommur, Ólafi Þór Ólafssyni (Hobbitarnir, Föruneytið) á gítar og söng, og Þorgils Björgvinssyni (Sniglabandið) á bassa og söng.

„Opið svið varð til árið 2013 þegar ég kom að máli við fyrrum eigendur kaffihússins Bryggjunnar í Grindavík, bræðurna Aðalgeir og Kristin Jóhannssyni um að halda Opið Svið á Bryggjunni eitt sumarkvöld þar sem fólki gæfist kostur á að stíga á svið og syngja eða leika með nokkrum þaulvönum tónlistarmönnum,“ segir Halldór.

Hugmyndin sló í gegn og fólk bað um fleiri viðburði, enda stemningin skemmtileg og allir geta tekið þátt sem vilja. „Ávallt er frítt inn og fólki boðið að taka lagið, segja sögur nú eða spjalla og leysa lífsins vanda.“

Opna Sviðið flutti sig þó um set og hefur verið haldið á veitingastaðnum Fish House. Opna sviðið hefst kl. 20 og stendur til kl. 23.

Viðburður á Facebook.

- Advertisement -

Athugasemdir