Hanna Rún líkamssmánuð – „Það er ógeðslega kalt á toppnum“

Deila

- Auglýsing -

Hanna Rún Bazev Óladóttir, dansari, er vinsæl á samfélagsmiðlum, en á Instagram er hún með 12.400 fylgjendur og er Hanna Rún nokkuð dugleg að pósta þar hversdagslega lífinu.

 

Fyrr í vikunni fór Hanna Rún út af borða með systrum sínum, og segist hún hafa fengið fjölda skilaboða um hvar hún hefði keypt toppinn sem hún var í. Á föstudag póstaði hún því mynd af sér í toppnum og sagði að móðir hennar hefði átt hann þegar hún var á aldur við Hönnu Rún. Margir létu sér líka við færsluna. Ein kona, sem er á fimmtugsaldri, skrifaði hins vegar: „Þú þarft að borða og ekki æla því.“

Athugasemdin er ekki lengur við myndina hvort sem það var Hanna Rún sem eyddi henni, eða konan. Hins vegar hafa nokkrar aðrar skrifað athugasemdir við myndina.

„Bíddu las ég rétt !! Hvað skrifaði hún þarna fyrir ofan?? Þessi [x) er þetta kannski djók comment að leyfa sér að skrifa svona ógeðsleg orð á síðu annarrar manneskju..ég vona innilega Hanna að þú hafir sterka brynju meé finnst þú flott eins og þú ert.. það geta ekki allir verið steyptir sem betur fer í sama mótið. Og ég vona að þú þarna sem skrifaðir þetta eigir bara góðan dag og skammist þín,“ skrifar ein þeirra.

„Ömurlegt grín hjá þér. Spurning um að líta í eigin barm áður en þú sem fullorðin kona ferð að rífa aðra konu niður á netinu,“ skrifar önnur.

Sú þriðja spyr hvort að konunni fyndist svona athugasemdir í lagi ef um væri að ræða dóttur hennar:  „Þér finndist það þá líklega jafn mikið grín ef svona yrði sagt við dóttur þína…..Þú ert reglulega SLÆM fyrirmynd og örugglega virkilega stolt af þér fyrir ljót og röng skilaboð!“

Athugasemd konunnar
Mynd / Skjáskot Instagram

Tekur athugasemdina ekki inn á sig

Hanna Rún sem verður þrítug núna í júlí hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var barn að aldri, fyrst og fremst vegna dansins, en hún hefur raðað inn titlum í dansinum, bæði hér heima og erlendis, og er atvinnudansari í dag, kennir dans og dansaði meðal annars í fyrri/fyrstu þáttaröð Allir geta dansað.

Hanna Rún ræðir færsluna og athugasemd konunnar í stories á Instagram. „Með myndinni kom eitt svona komment, sem ég kalla nú skítakomment. Ég ætla að taka það fram strax að ég er alls ekki að taka þetta inn á mig, svo það sé alveg á hreinu, það þarf nú meira en þetta.“

Segir Hanna Rún að hún yrði alveg brjáluð ef hún sæi svona athugasemd um börnin sín, en hún á tvö börn, stelpu og strák, með eiginmanni sínum.

„Ég yrði brjáluð. Ég veit líka að yngri stelpur og konur myndu taka svona inn á sig, finnast þetta mjög leiðinlegt og verða sárar. En ég er búin að ganga í gegnum ýmislegt í gegnum tíðina, og ef ég myndi segja ykkur brot af því sem ég hef heyrt og séð og þessar lygasögur og allt sem hefur verið að ganga um mig fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Hanna Rún og segir lygasögur og ljótar athugasemdir hafa hætt eftir að hún byrjaði á Snapchat á sínum tíma.

Hanna Rún ræðir einnig börn og notkun þeirra á samfélagsmiðlum og snjallsímum, og að foreldrar verði að fylgjast með hvað börn þeirra eru að gera. „En þegar fullorðin manneskja er að skrifa svona, ég tala nú ekki um foreldri. Við eigum að vera fyrirmynd og ef við erum að kommenta svona, það er ekki sniðugt.“

Konan sem skrifaði athugasemdina er sjálf móðir, og á nokkrar dætur.

Segir fólk dæma mikið eftir útliti

Hanna Rún segir fólk mikið hafa dæmt sig eftir útlitinu, áður en hún opnaði Snapchat. „Fólk kynntist mér meira eins og ég er á snappinu, fólk var rosa mikið að dæma mig eftir útliti, bara eins og fólk gerir mikið í dag, það dæmir eftir útliti,“ segir Hanna Rún.

„Útlit hefur bara ekkert að segja, maður verður að kynnast manneskjunni og dæma svo.“

Hanna Rún segist hafa ætlað að eyða athugasemdinni fyrst, en ákvað svo að taka skjáskot og ræða málið. „Af því ég veit að ég er með mjög mikið af ungum stelpum hér inn á [Instagram]. Nú er ég tveggja barna móðir, ég á son og ég á dóttur og mér finnst mjög mikilvægt að láta ykkur vita að það er alveg sama hversu flott þið eruð, hversu vel ykkur gengur í einhverju, hversu góð þið eruð, það eru alltaf einhverjir sem eiga erfitt með að samgleðjast, kunna ekki að samgleðjast og reyna að gera allt til að reyna að draga ykkur niður, skemma eða láta ykkur líta illa út. Tala nú ekki um ef þið eruð ofarlega í einhverjum íþróttum eða gengur rosalega vel,“ segir Hanna Rún.

Baktalið fylgifiskur velgengninnar

Hanna Rún segir að fólk verði að átta sig á að baktal og afbrýðisemi sé fylgifiskur þess að ganga vel í hverju sem er, því alltaf sé einhver eða einhverjir, sem vilji manni illt.

„Það er ógeðslega kalt á toppnum og þetta er bara hluti af því að ganga vel í einhverju, maður verður að vera sterkur í hausnum, af því að það fylgir þessu, því miður, það fylgir þessu baktal og afbrýðisemi. Það er bara alltaf þannig, eins mikið og ég vildi útrýma þessu, þessari bétvítans afbrýðisemi, það verður ekki. Maður verður bara að læra að díla við þetta, og leyfa lygasögunum að fara inn og út og ignora ljótu kommentin.“

Hanna Rún segist hafa notað ljótar athugasemdir sem „bensín á tankinn“ þegar hún var yngri. „Það var erfitt að ignora þetta, þannig að þegar fólk var að rakka mig niður og skemma þá vildi ég bara sýna fólki að það hafði rangt fyrir sér.“

Hanna Rún tekur sem dæmi að þegar hún sneri til baka á dansgólfið fyrir sex árum síðan eftir að hún átti son sinn, þá hafi allt verið reynt og meðal annars komu athugasemdir um að hún væri á ólöglegum efnum. Segir Hanna Rún að það hafi bara verið fínt, því þá gat hún sýnt að svo var ekki og slegið þannig á lygasögurnar. „Haldið áfram að reyna.“

Hanna Rún fer einnig yfir að margar athugasemdir séu bara algjör óþarfi, eins og að setja út á hluti sem hún kaupir inn á sitt heimili og hvernig hún klæðist. „Þetta er óþarfi, maður labbar ekki að manneskju í Smáralind og segir við hana: „Þetta eru ótrúlega ljótir skór, aldrei myndi ég fara í þetta. Þetta er bara til að láta manneskjunni líða illa. Ef þú hefur ekki eitthvað fallegt að segja, slepptu því.“

Hanna Rún segir mjög mikilvægt að vera ekki að spá mjög mikið í athugasemdir frá öðrum, hvað þeim finnst og segja um mann. „Nú er ég í dansi, læt gera á mig alls konar kjóla, og það getur ekki öllum fundist kjóllinn sem ég er í núna flottari en síðasti. Ef ég á að taka mark á öllum, guð minn góður, þá enda ég berrössuð af því ég get ekki ákveðið hvernig ég á að vera. Ég vel kjólinn minn sjálf og er í þeim kjól sem ég fíla hvort sem þau fíla hann eða ekki.“

„Verum hvetjandi við hvor aðra“

Ein kona skrifar athugasemd við myndina og bendir á að konur eigi að styðja og fagna hver annarri, hvetja í stað þess að draga hvor aðra niður. „Við kvenfólk eigum að styðja og fagna hvor annarri alveg sama hvernig við lítum út, ekki draga hvor aðra niður. Verum hvetjandi við hvor aðra og sérstaklega við sem eldri erum til þess að veita komandi kynslóðum innblástur að fagna því að vera maður sjálfur og elska sjálfan sig hvernig sem maður er. Ljót comment eiga aldrei rétt á sér og ef maður hefur ekkert fallegt að segja er betra að sitja hjá og sleppa því að tjá sig. En burtséð frá því þá ert þú Hanna stórglæsileg, flott og dugleg ung kona.“

- Advertisement -

Athugasemdir